Vorið - 01.04.1933, Qupperneq 1

Vorið - 01.04.1933, Qupperneq 1
4 0 R BARNABLAÐ með myndam Útgefandi: Hannes J. Magnússon. 4. tölublað. Akureyri, 1. apríl 1933. 2. árgangur. Vinir m ekki bregðast. Einhver allra bezti vinurinn sem ég hefi átt á œfi minni var hestur, og hét Glói. Nú er hann dáinn, þessi vinur minn, og hefði hann verið vel þess verður að hans hefði verið minnzt með nokkrum línum, þó ætla ég ekki að gera það meir; ég ætla að eiga minningarnar um hann einn. Því þær eru engum eins kærar sem toér. En ég skal fullvissa ykkur um það, ungu lesendur að vinátta milli manna og dýra getur orðið svo innileg, að dauði þessara mál- lausu vina getur engu síður kallað tárin fram í augun, en dauði ann- ara ástvina. Ef þið hafið aldrei reynt það, vildi ég óska ykkur þess öllum, að þið ættuð eftir að reyna það. Ég trúi því fastlega að mönnun- um sé alltaf að fara fram í því sem gott er, og víst er það, að mikið eru þeir nú orðnir betri við dýri-n, almennt, en áður var. Margt er nú gert til að láta dýr- unum líða vel, meira að segja byggð sérstök sjúkrahús og aðrar stofnanir fyrir dýr. Hér sjáið þið t. d. lækni vera að draga tönn úr ketti, sem hefur fengið tannpínu, en líklega hefur kisa ekki fengið hana af sætindaáti eins og þið. En hvað um það; dýravinunum er alltaf að f jölga, og’ vonandi þá um leið þeim, sem hjálpa vilja öllum, sem bágt eiga og hjálpar þurfa,

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.