Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 3

Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 3
VORIÐ 27 aftur, því við engan einn mann eru Englendingar hræddari. Þeir hvorki þora að hafa hann íausan, og heldur ekki að halda honum í fangelsi, og þó bera þeir virðingu fyrir honum, eins og allir aðrir sem nafn hans hafa heyrt. Gandhi er nú orðinn gamall maður, 62 ára. Líf hans hefur i senn verið fagurt og göfugt og að ýmsu leyti einkennilegt. Hann neytir t. d. aldrei annarar fæðu en ávaxta og geitnamjólkur, og nú býður heim- urinn með eftirvæntingu eftir að sjá hvort Gandhi beygir Englend- inga, þessa auðugu og voldugu þjóð, eða Englendingar beygja hann. En hvernig sem fei-, þá er nú æfistárf hans orðið svo mikið og göfugt, að framtíðin mun blessa minningu hans, og enginn maður í öllu hinu víðlenda Ind- landi er nú meir elskaður og virt- Ur en Gandhi. Það er gott að eiga marga slíka nienn. Hvaða nafnovð eru þetta? Annað er úr aáttúrufræðinni en hitt úr landafræð- inni. Drengurinn sem aldrei var gladur. Litli drengurinn, sem þessi stutta saga er um hét Jón, en skólabræður hans kölluðu hann aldrei annað en Jónka durg, því hann gekk venjulega illa til fara. Jón litli var ekki illa gefinn, en hann átti bágt. Faðir hans var drykkjumaður, og fátæktinni og baslinu á heimili hans verður ekki með orðum lýst. Honum þótti gaman að læra, en þó kveið hann alltaf fyrir að fara í skólann á hverjum morgni. Ilonum fannst að öll börnin stara á sig, stara á óhreinu og bættu fatagarmana, sem hann var í, og þeir drengir voru til í hópnum, sem stríddu honum á bættu fötunum og drykkjuskap og eymd föður hans. Jón litli fann sárt til fátæktar sinnar, en þó allra sárast til þess, að drengirnir skyldu stríða hon- um á drykkjuskap föður síns. Sagan af Jóni litla er í raun og veru löng og sorgleg, en það er ekki rúm til að segja hana hér. Hann fæddist í fátækt og eymd, og ólst upp við fátækt og eymd. Hann eignaðist enga vini, því hann gat ekki sókst eftir vináttu þeirra, sem litu niður á hann. En af þessu vinaleysi varð hjarta hans kalt löngu áður en æskuárin voru liðin. Hann var eins og ein- hver villijurt, sem vaxið hefur upp í kulda og myrkri. Hann gat

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.