Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 2

Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 2
26 VORIÐ bæði mönnum og dýrum. Því sá getur naumast verið elnlægur dýravinur sem ekki á einnig kær- leika og samúð til mannanna barna. Öll íslenzk börn ættu að vera dýravinir. Hér eru engin hættu- leg dýr, engin önnur en þau, sem geta verið vinir okkar. Húsdýr- in, fuglarnir í loftinu, flugurnar og ormarnir í moldinni; öllum þessum verum eigið þið að sýna samúð og vináttu. Ég hef aldrei séð einlægari vináttu skína út úr nokkrum augum, sem hundsaug- um. Hrindið ekki þeirri vináttu frá ykkur. Hún getur hitað ykkur um hjartaræturnar engu síður en vinátta mannanna. Dýrin eru venjulega eins við okkur eins og við erum við þau. Ef við sýnum þeim kulda og miskunnarleysi, eru þau köld og tortryggin, en ef við sýnum þeim ástúð og nær- gætni gefa þau okkur það bezta sem þau eiga. H. J. M. Dragið 4 bein strik yfir myndina þann- ig, að einn bókstafur komi í hvert rúm. Gandhi. (Niðurlag). Annað er það sem Gandhi hefur barizt fyrir af öllum mætti sínum og fórnfýsi, og það er að reyna að safna hinum mörgu flokkum og stéttum í eina heild, og reyna að ala þjóðina upp. Hann hefur sjálf- ur staðið fyrir stórum skóla, og ferðazt um þvert og endilangt Indland og haldið óteljandi ræður. Hann berst af öllum mætti á móti nautn áfengis og ópíums, sem mikið er notað þar eystra. Og hann hefur af brennandi mann- kærleika unnið fyrir hina svoköll- uðu »útskúfuðu stétt«, sem aðrar stéttir vilja hvorki sjá né heyra, og engin réttindi hefur. Sjálfur hefur hann alið upp stúlku úr þeirri stétt og fengið mikið ámæli fyrir. Ekki hefur Gandhi alltaf tekizt að varðveita friðinn í þessari frelsisbaráttu. í apríl 1919 lét enskur heríoringi skjóta á hóp Indverja í borginni Amritsa og biðu þar bana um 500 manns, kon- ur, karlar og börn. Og vorið 1922 réðust Indverjar á enska lögreglu- stöð, og brenndu hana og biðu þar bana 21 maður. Enska stjórnin tók hart á þessu, og lét varpa fjölda Indverja í fangelsi, og þar á meðal Gandhi, sem dæmdur var til 6 ára fangels- isvistar, sem að vísu varð ekki svo löng. Síðan hefur honum oft verið varpað í fangelsi, en oftast sleppt

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.