Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 6

Vorið - 01.04.1933, Blaðsíða 6
30 VORIÐ Ríkur og fálækur. Pétur litli var ekki nema 14 ára. Hann var elztur af systkin- um sínum, þessvegna hafði hann nú orðið að brjótast þessa löngu og erfiðu leið yfir fjallið, til kaup- staðarins, í stað föður síns, sem lá veikur. Og nú var hann kominn þangað. Hann nam staðar rétti úr bakinu og horfði upp í skrifstofu- glugga kaupmannsins, sem hann varð að ná tali af.. Hann var viss um að búðarþjónarnir myndu ekki láta sig hafa eyrisvirði nema eftir boði kaupmannsins. Að biðja kaupmanninn um hjálp var hon- um margfalt erfiðara en hin langa ganga yfir fjallið, en hann varð að leggja þá þraut á sig, vegna þeirra sem biðu heima. Hann drap á skrifstofudyrnar. »Kom inn!« var sagt með hrana- legri rödd fyrir innan, og hann var ekki fyrr kominn inn úr dyr- unum, en gamall kengboginn skrifstofumaður hreytti út úr sér: »Nú, hvað vilt þú hingað? Ertu kominn til að borga það sem þið skuidið ?« Pétur litli, sem hafði heyrt margt misjafnt um þennan skrif- ara, h'orfði hvasst íraman í hann og mælti: »Ég' þarf að tala við kaupmann- inn«. »Þá fyrirhöfn getur þú sparað þér«, sagði sá gamli. »Þið fáið ekki eyrisvirði út nema þið greið- ið það um leið. Þið voruð búnir að lofa að greiða skuldina í október, þið hafið lofað að greiða hana nú. Nú er ekkert um annað að gera en senda ykkur sýslumanninn, og gera einhvern enda á þetta«. Pétui- kreppti hnefana og hörkusvipur færðist yfir andlit hans, en hann sagði aðeins: »Ég er hingað kominn til að fá að tala við kaupmanninn«. »ósvífni hvolpur!« urraði skrif- arinn um leið og hann gekk inn í einkaskrifstofu kaupmannsins. Skrifarinn var lengi inni hjá kaupmanninum, en þegar hann loksins kom lék illgirnislegt bros á vörum hans um leið og hann sagði: Nú getur þú gengið inn. Ég óska þér til hamingju með betlið«. Pétur litli mátti hafa sig allan við að ausa ekki skömmum yfir skrifarann, en hann stillti sig, og gekk hnarreistur fram hjá skrif- urunum. í innstu skrifstofunni sat kaup- maðurinn við skrifborð sitt. Hann var maður á fertugsaldri. »Kemur þú einn í dag?« spurði kaupmaðurinn þungbúinn á svip. »Já, pabbi er veikur, og tvær systur mínar eru einnig veikar. Mamma ætlaði að fara í staðinn fyrir pabba, en ég fékk hana til að vera heima, og fór sjálfur. Pabbi er mikið veikur«. Kaupmaðurinn barði með fing- urgómunum á skrifborðið.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.