Vorið - 01.01.1935, Blaðsíða 3

Vorið - 01.01.1935, Blaðsíða 3
VORIÐ liún !á oftir í snjónum með litla höfuðið brotið. Gunnar horfði á eftir hópnum. Þarna lækkaði ein i'júpan flugið og settist á kletta- sfall uppi í gilinu, og Gunnar sá, nð snjórinn litaðist blóði. En það var ómögulegt að komast þang- að. Hann sótti dauðu rjúpuna og bjóst svo til að halda lengra. Þeg- ar hann lagði af stað leit hann til rjúpunnar í gilinu og sá að hún var enn lifandi. Honum þótti leitt að missa af þessari veiði, sem lá svo nálægt honum. Ha'nn hélt enn fram dalinn nokkurn spöl og tók sér króka upp í hlíðina við og við því að skyggni var slæmt. Hann sá all- marga hópa og skaut mörgum skotum, en hæfði aldrei neina rjúpu; að minnsta kosti ekki svo vel, að þær hlytu bráðan bana af. Þegar komið var undir rökkur sneri hann við heim á leið frem- ur dapur í huga. Þegar hann kom lieim að Illagili sá hann að rjúpan særða sat þar enn á sama stað, og það var ekki laust við, að hann kenndi iðrunar og samúðar með þessum deyjandi einstæðingi. Hann ætlaði nú að halda rak- leitt heim, en miklu var honum þyngra í skapi en um morguninn, og margar vonir voru nú að engu orðnar, það var óneitanlega lítil- mannlegt að koma með eina ein- ustu rjúpu á bakinu eftir heilan dag, í staðinn fyrir stóra kippu, sem hann hafði séð í anda um morguninn þegar hann fór, En 3 hann skyldi ekki gefast upp. Á morgun skal ég fara aftur, sagði hann við sjálfan sig, — og þá skal ég verða heppnari. — Hann var nú kominn heim und- ir ásinn ofan við Selbæinn. Allc í einu hrasaði hann til, og rak byssuna í stein. Það kom hár hvellur, Gunnar litli féll í snjóinn og rak upp hljóð. Það hafði h’.aupið skot úr byssunni og far- i gegnum fótlegg hans nokkuð fyrir neðan hné. Hann fann til brennandi sviða og er hann gerði tilraun til að stíga í fótinn féll hann'á ný niður í kaldan sjóinn. Þrátt fyrir kuldann spvatt svitinn út á enni Gunnars, bæði af sárs- aukanum og þó meira af kvelj- andi örvæntingu og hræðslu, og ó- sjálfrátt datt honum í hug* hel- særða rjúpan sem var nú að deyja frammi í Illagili. — Á ég líka að deyja hér — sagði hann við sjálfan sig. — Á ég ekki einu sinni að fá að kveðja pabba og mömmu. Eitt augnablik ætlaði grátur og örvænting að yfirbuga hann. En allt í einu datt honum í hug aö biðja til guðs. Og nú sendi hann guði brennandi bæn. Hann bað hann að gefa sér líf, og lofa ’sér að komast heim til pabba og mömmu og litlu systkinanna sinna. Hann bað hann að senda sér ein- hverja hjálp. — En ef ég á að deyja hér, þá bið ég þig góði guð, að hjálpa pabba og mönnu þegar ég get það ekki lengur. Bænin styrkti hann og gerði hann hug-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.