Vorið - 01.01.1935, Blaðsíða 5

Vorið - 01.01.1935, Blaðsíða 5
VORIÐ 5 Gimnar. — ó, pabbi, ertu kom- mn, var sagt með veikum rómi í sujónum. — Ég vissi það að guð luundi bænheyra mig. —. — _ Þessi frásögn verður ekki mikið lengri. Selbóndinn bar s°n sinn heim að Seli, og braust síðan af stað til næsta bæjar og fékk þar mann til að sækja lækn- irinn. Daginn eftir kom svo lækn- irinn og gerði við sárið. Fótur- inn var illa farinn, en hann bjóst við að Gunnar mundi lifa. Og Gunnar lifði. En hann varð að liggja allan veturinn, og fram á vor. Þegar hann komst á fætur, var hann haltur og varð það síð- an alla sína æfi. Að lokum má geta þess, að uppfrá þessu snerti Gunnar aldrei á byssu, og aldrei varð hann nokkrum fugli að bana. H. Reyna má það. Leikendur: Niels, 12 ára, Ei- rílcur 11 ára, Katrín 18 ára. Niels (les hátt í sögunni sinni): Þá kom Gústaf Vasa inn í borgina. Þegar hann sá, að margir af mönnum hans voru ölv- aðir, varð hann reiður og gekk niður í ölkjallarann.------ Eiríkur: Heyrðu Niels. Niels (heldur áfram að lesa): --------og gekk niður í ölkjall- arann og sló gjarðirnar af tunn- unum svo að ölið og vínið flóði út um gólfið. »Viltu gera svo vel og hypja þig burtu frá fílnum drengur minn«. »Eg ætla ekki að gera honum neitt«. Eiríkur: Heyrðu, Niels. Katrín: Getur þú ekki þagað, Eiríkur, á meðan Niels er að lesa. Þú ættir að líta eitthvað í þínar bækur heldur en að vera að trufla aðra. Niels: Nú, hvað viltu, Eirikur? Eiríkur: Ertu ekki bráðum bú- inn að læra, svo við getum komið út og leikið okkur eitthvað? Niels: Nei, ég þarf að lesa þetta nokkrum sinnum yfir enn- þá. Eiríkur: Skárri er það nú tím- inn sem þú þarft til að læra þetta, þú ættir að sjá til mín. Ég þarf ekki aö iesa yfir nema einu sinni þá kann ég allt reiprennandi. Katrín: Já, þú hefur nú alltaf verið afkastamaður. En hvernig stendur á því, að það eru svo margar villur í stilabókinni þiimi?

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.