Vorið - 01.01.1935, Blaðsíða 8

Vorið - 01.01.1935, Blaðsíða 8
8 VORIÐ neinar undanfærslur lengur, Ei- ríkur. Það er bezt fyrir þig að játa það undir eins að þú hafir aldrei stílað eða skrifað sendibréf. Er það ekki rétt? Eiríkur: Jú-ú-ú-ú. Katrín: Það var mikið að þú viðurkenndir það, það er engin skömm að því að vera hreinskil- inn og segja sannleikann, en það er skömm að því að gorta og grobba eins og þú hefur gert. Ef þú heldur því áfram verður þú aldrei að manni. Ég vona nú að þú látir þetta verða þér til lær- dóms og viðvörunar, og reynir hér eftir að vera sanmcr og duc/- legur drengur. Er ekki svo Eirík- ur? Eiríkur: Ég vil nú engu lofa um það, en reyna má það. Tjaldið. (Lauslega þýtt úr sænsku). H. J. M. Verdlaun!— Verðlaum Þessi kostaboð býður »Vorið« öllum þeim, sem útvega nýja kaupendur í ár: Þeir sem útvega 5 nýja kaup- endur geta valið um vasablýant eða hálsfesti. Þeir sem útvega 10 nýja kaup- endur geta valið um peningaveski eða kvenveski. Þeir sem útvega 15 nýja kaup- endur fá lindarpenna. Þeir sem útvega 20 nýja kaup- endur fá lindarpenna og vasa- blýant. Þeir sem útvega 25 nýja kaup- endur fá kaffistell. Þeir sem útvega 30 nýja kaup- endur fá myndavél. Auk þess gi'eiðir blaðið 20% í sölulaun. Nýir kaupendur fá jólablaðið síðasta á meðan það endist. Hver vill vera duglegastur? Útgefandinn. Fallegt og Ijótt. Einu sinni var ég á ferð með ungum manni í strætisvagni, í stórborg vestur í Ameríku. f vagninum sáum við svo fallega og fíngerða stúlku, að hún virt- ist vera af öðrum heimi og líkj- ast fremur englum en mönnum. Ég hef séð mikiö af fallegum mönnum og konum, en þessi stúlka bar af þeim öllum. Ég yarð auðvitað ekki skotinn í stúlkunni, því ég þekkti hana ekkert, og þar að auki var ég giftur maður og átti elskulega konu, en stúlkan var svo falleg að hún vakti undr- uiii Hefði nú setið við hlið henn- ar önnur stúlka, öll afskræmd, bólugrafln, hlaðin kaunum og kýlum og hræðilega ljót, þá hefði mismunurinn verið afskaplegur. Það er ógurlegur munur á því, sem er fallegt og ljótt. Fegurðin

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.