Vorið - 01.12.1941, Blaðsíða 12

Vorið - 01.12.1941, Blaðsíða 12
82 V O R I Ð að þeir skyldu fara upp í dalinn þar sem kofi Erlings var. Þeir fengu Blakk-lánaðan og eftir litla stund voru þeir búnir að spenna hann fyrir sleðann með öllum gjöfunum, sem áttu að verða hin- um aldraða einsetumanni til gleði þessi komandi jól. Klukkan 9.30 Var allt tilbúið. Þorpsbúar minnt- ust þess nú, að það var óvenju- lega langt um liðið síðan Erling- ur hafði komið niður í byggðina. Hann var orðinn gamall og hrumur, og það var ekki að vita nema eitthvað væri að honum. Karl og Friðrik voru sefötir í ökumannssætið, og svo vel voru þeir búnir, að þeir hefðu vel get- að ferðast til Norðurheimsskauts- ins! „Verið þið sæl!“ „Verið þið sælir, og góða ferð!“ Og síðan aka þeir af stað upp dalinn. Það er allhvasst og nokk- ur rigning, en þeir félagar eiru í bezta skapi þrátt fyrir það, og á leiðinni segir Karl vini sínum það helzta, sem hann vissi um Erling í Króki, gamla einsetumanninn sem þeir ætluðu nú að heim- sækja. „Hann býr í litlum kofa þama upp frá. Það er gamall námu- mannakofi, sem hann fékk leyfi til að búa í þegar hætt var að vinna í námunum“, mælti Karl. „Allir kenna í brjósti um Erling og vilja gjöra honum greiða, hann varð fyrir svo þungri sorg fyrir þrjátíu árum síðan, og það, sem kom fyrir þá, lagðist svo þungt á hann, að hann getur al- drei gleymt því“. „Hvaða sorg var þetta, sem hann varð fyrir?“ spurði Friðrik alvarlega. „Erlingur var veiðimaður. Hann átti lítinn bæ í Austurdal og rak þar ofurlítinn búskap, en jafn- framt stundaði hann bjarnar- og elgsveiðar og svo góð skytta var hann, að það er mælt, að hann hafi aldrei skotið fram hjá marki. Erlingur átti einn son, er Arni hét, en konu sína missti hann þegar Árni var barn að aldri. En því hafði Erlingur heitið, að hann skyldi ekkert til spara, að Árni gæti orðið nýtur og mikill maður. Sendi hann son sinn því til höfuð- borgarinnar til náms, og ekki dvaldi hann heima upp frá því nema í leyfum. Sumarið áður en Árni skyldi innritast í latínuskólann hafði hann fengið háa einkunn við gagnfræðaprófið, og nú langaði hann til að skreppa heim til föður síns og gleðja hann með þeim fréttum. Hann var þá 16 ára eins og við erum núna, Friðrik, og hann tók annan jafnaldra sinn með sér heim. Árni lagði til að þeir færu gangandi yfir fjöllin, og það varð úr. Þeir höfðu með sér nesti, átta- vita og annað nauðsynlegt, og lögðu svo af stað. Segir nú ekki

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.