Vorið - 01.12.1941, Blaðsíða 22

Vorið - 01.12.1941, Blaðsíða 22
92 VORÍÐ Fyrir nokkrum áratugum var það svo, að biblían var ein af þeim bókum, sem mest var lesin hér á landi. Þegar börnum var kennt að lesa á þeim árum, höfðu þau Nýjatesetamentið fyrir les- bók. Þannig kynntust þau biblí- unni snemma og margur fulltíða maður las einhvern kafla úr henni á hverjum degi, og var það hollur lestur, því að biblían er einhver merkasta bók, sem út hefir verið gefin í heiminum, og vafalaust útbreiddasta bók heims- ins. Ef hún hefði ekki verið skráð ættum við nú engar frásögur um Krist, engan kristindóm og engin jól. Biblían hefir orðið þúsundum og miljónum manna til blessunar, og það getur hún orðið enn, ef menn vilja lesa hana. Þegar jólahelgin var gengin í garð var það föst venja í sveit- inni, að kveikja á jólakertunum, sem venjulega voru stór tólgar- kerti, taka biblíuna ofan af hill- unni og lesa jólaguðspjallið. Þetta va.r helgasta stund jólanna í heimahúsum. — Ég óttast að nú sé biblían ekki opnuð eins oft til lesturs eins og í „gamla daga“, og er það illa farið, og ég vil endreg- ið hvetja ykkur til þess, ungu vinir, að kynna ykkur biblíuna, sérstaklega Nýja testamentið, það gjörðu feður ykkar, afar og ömm- ur og forfeður, og sá lestur reynd- ist þeim gott veganesti. H l M

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.