Alþýðublaðið - 16.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1923, Blaðsíða 2
2 Einkasala á slld. Jón Baldvinsson flytur svo hljóðandi frumvarp til laga um einkasölu á útfluttri síld: >i. gr. Ríkisstjórnin hefir fyrir hönd ríkissjóðs sölu og útflutning á allri þeirri síldj sem útflutnings- hæf telst og veidd er hér við land og verkuð er í landi eða landhelgi. 2. gr. Ríkisstjórnin getur skip- að einn mann eða fleiri til þess að sjá um sölu og útflntning síldar og sétt með reglugerð eða reglugerðum nánari fyrirmæli um afhending síldar til útflutnings og annað, sem að þessu lýtur. 3. gr. Aliur kostnaður við sölu og útflutning greiðist af söiu- verði síldarinnar, og skal draga þann kostnað frá áður en eig- endum er greitt andvirði vör- unnar. 4. gr. 2 % áf söluverði síldar skulu renna i ríkissjóð, enda greiðist ekki neitt annað sér- stakt útflutningsgjafd át sild. Af tekjum þeim, sem rikissjóður þannig fær af söluverði síldar, má verja alt að 50 °/o til að leita uppi nýjan markað fyrir síld og til tilrauna í þessu skyni. 5. gr„ Ríkisstjórnin má greiða eigendum andvirði útfluttrar og ssidrar sildar í íslenzkum pening- um, þótt andvirði vörunnar sé greitt í erlendri mynt. 6. gr. Aodvirði seldrar síldar afhendir ríkisstjórnin eftir regl- um, sem hún setur þar um, og getur ríkisstjórnin sett meðal- verð á hverja jafngóða vöruteg- uud frá sama framleiðslutímabili. 7. gr. Brot gegn lögum þess- um varða alt að 50 þúsund króna sektum, er renna í ríkis- sjóð. 8. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög þau eða laga- ákvæði, er fara í bága við þessi lög. 9. gr. Lög þessi ganga í gildi 1. júlí 1923.< Flutningsmaður gerir svo hljóð- andi grein fyrir frumvarpinu: >Síldarútvegurinn er orðinn það stór þáttur í atvinnulífi þjóð- arinnar, að ekki verður lengur gengið fram hjá því skipulags- leysi, sem ríkt hefir í þeim at- vinnuvegi <síðan 1919, isérstak- ALÞYÐUBLA ÐIÐ lega að því er söju síldarinnar snertTr. Þetta hefir síldarútvegs- mönnum sjálfum líka verið ljóst, því 1921 leituðu þeir aðsteðar löggjafarvaldsins til þess að koma skipulagi á þennan at- vinnuveg. Þingið tók að vísu vel í þetta mál, en nokkur mis- tök urðu á afgreiðslu þess, fyrir þá sök, að málið var svo seint á ferðinni í þinginu, að afgreiðsla þess varð nokkuð flausturskend. Með þessu frumvárpi er það trygt, að hægt er að hafa fult skipulag á framboði og sölij síidarinnar erlendis. Þegar öll síídin, sem veiðist, er á einni hendi, er hægt áð haga sölunni þannig, að ekki verði boðið fram meira í einu en markaður- itin þolir. En annað enn mikils- verðara í frv. er þó það, að ríkisstjórnin hefir til umráða fé til þess að finna nýja markaði og gera tilraunir í þá átt Þetta mundi verða ofvaxið þeim ein- staklingum, sem nú reka síidar- söluna. Atvinnuvegurinn er, eins og nú stendur, of mikið áhættu- spil til þess, að þeir geti ráðist í að gera kostnaðarsamar tii- raunir til að finna nýja markaði. En ríkinu er þetta alt auðveld- ara. Það getur vajið úr starfs- kröftum til þess að vlnna að þessu. Og það getui fyrir milii- göngu fulltrúa sinna erlendis notið ívilnana, sem einstáklingar ekki verða aðnjótandi. Nokkuð hefir verið um það rætt, að þörf muni vera á að takmarka veiði á síld. í frv. er ekki gert ráð fyrir þessu. Á hitt verður að leggja aðaláherzluna, að koma skipulági á söluna og vinna nýjan markað fyrir síldina. Telji þingið þetta nú samt sem áður nauðsynlegt, mætti bæta ákvæði um þetta inn í frv., ef hægt er að finna færa leið til áð koma slíkrj takmörkun í frámkvæmd. Um 1, gr. Einkasalan tekur fyrst og fremst til allrar þeirrar síldar, sem söltuð er í tunnur á venjulegan hátt og ætluð er til útflutnings, en lögin ná einnig til síldar, sem kanu að vera öðru vísi tilreidd. Um það, hvort síld skuli talin útflutningshæf eða ekki, ráða að sjálfsögðu síldar- matslögin. En þar' sem þau ekki ná til, verður ríkisstjórnin eða AfgreiBsla blaðsÍDS er í Alþýðuhúsinu við Iogólfsstræii. Sími 988. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir úfkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskiiftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn em beðnir að- gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ái sfjóvðuDgslega. umboðsmaður hennar áð skera úr. Um 2. gr. Ríkisstjórnin verð- ur að hafa víðtækar heimildir til þess að geta skipað fyrir um alt, sem snertir afhending síldar til útflutnings, skyldu eigenda til að geyma síldina o. s. frv. Um 3. og 4. gr. Kaup þeirra manna, er ríkisstjórnin skipar til að hafa söluna á hendi, svo og skrifstofukostnaður þeirra, telst og með kostnaði við sölu og útflutning síldir. En auk þess renna 2°/0 af söluverðinu í ríkis- sjóð. Og má verja, og ætti að verjá, helmingi þess fjár til að leita nýs markaðs fyrir fslenzka síld, þar til lítil eða engin hætta er orðin á því, að við getúm ekki selt alla þá síld fyrir við- unandi verð, sem landsmenn geta veitt. Síldarútflutningsg ja ldið, sem nú er 1 kr. 50 a. á hverja síldartunnu, fellur niður, ef frv. verður samþykt. 5.- 8. gr. virðást ekki þurfa skýringar við. Um 9. gr. Lögunum er ætlað að ganga í gildi 1. júlí 1923, og kæmu þau þá þegar í fram- kvæmd á komandi sumri.< Prentfrelsið í Ungverjalandi, Þar þárf nú sérleyfi frá for- sætisráðherra til að stofna ný blöð. Trygging fyrir tímarit hefir nýiega verið tífölduð. Innan*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.