Alþýðublaðið - 16.03.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1923, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ '3 líkisráðherra getur bannað blöð um ákveðinn eða óákveðinn tíma. et efni þeirra þykir að einhverju fara í bága við hagsmuni rikis- ins, og sett undir skoðun blöð, sem koma frá útlöndum. Bannað er að eiga eða útbreiða blöð jatnaðarmanna og stjórnleysingja, on er alt slíkt eyðilagt. Svona fer Horthy að því að tryggja sér ráðin. Bókakanp ráðstjóruarinnar rússnesku. >Börsenblatt fiir deutschen BuchhandeU, bókaverzlunarblað, sem gefið er út í Leipzig í Þýzka- landi, skýrir írá því, að ráð- stjórnin rússneska hafi nýlega keypt í Leipzig 4000 þýzkra bóka, sem nú séu komnar til Moskva. Aðallega voru keyptar bækur hagfræðilags og félags- fræðilegs efnis, einksnlega með hliðsjón til kenninga Karls Marx, en jafnframt fagrar bókmentir, listasögurit og uppeldisrit. Auk þessa hefir ráðstjórnin keypt talsver't af bókum á Ítalíu, þar á meðal talsvert af bókum um stefnu fa'cista, og um.400 skóla bækur. Hinar helztu þessara bóka á að þýða á rússnesku. „Frjáls samkeppni“. Einkennilegt er, að stundum geta slæðst út úr mönnum meiri sannindi en þeim kemur vel að segja. Merkilegt dæmi þessa er að finna í grein eftir Þ. J. J. í »Vísi« á miðvikudaginn. Eftir að hann er búinn að staðhæfa, að marg- reynt viðskiftalögmál sé: »frjáls viðskifti, lækkað verð«, spyr hann, hví okkur sé seldur fiskur t. d. miklu hærra verði á hverju ári heldur en öðrum landsmönn- um og langt fram yfir markaðs- verð. En hánn svarar ekki spurningunni vegna þéss, að rétt svar myndi hafa kollvarpað öllum kenningum haus. Fiskurinn er Hjálparstöð Hjúkrunarféiags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e' -- Laugardaga . . — 3—4 e. — sem sé svona dýr vegna þess, að öllum er frjálst áð verzla með hann og svo margir nota sér það frelsi, að hver einn getur ekki selt nema lítið eitt, en er þó bundinn við söluna allar sín- ar vinnustundir. Afleiðingin er sú, að fisksalinn verður að taka miklu meira fyrir að selja hvert pund en hann þyrfti, ef hann hefðí t. d. einkasölu. í öðrum greinum er atvinnuleysi. Þess vegna verður fisksalinn að reyna að bjarga sér á þessu. Þetta sjá þeir allir í hendi sér, og því myndast þegjandi sam- komulag milli þeirra um að hálda vörunni í nógn háu verði til þess, að þeir geti haft sæmi- leg laun, þótt þeir selji lítið. Þetta er gangurinn. Thomas Krag: Skugga-völd. fara fram reynslumót í sýningarskálunum. Og það fer vaila hjá því, að eilthvert starf verði aflögu handa þér. Ég er kunnugur Öllum ráðsmönnum sýningarÍDnar. . . . Á ég að færa þetta í tal við þá?“ Já-já. Daginn eftir hittumst við aftur. Við fórum í sýningarhöllina. Og við fórum þar inn í feikna,- langa og mikla trjeskálabyggingu, sem öll var hið innra geið í sama stíl og ein af hinum gömlu aðalgötum Parísaiborgar. Kunningi minn bað mig að bíða sín þama stundarkorn og þaut af stað. Þegar hann kom aftur, var hann fölur og úrillur. Ég sá það strax, að hann mundi hafa orðið fyrir einhvevjum óþægiudum — mín vegna. „Þeir hafa ekki viljað þýðast tillögur þínar?" sagði ég. „Þeir hafa ekkert samneyti viljað við mig hafa?“ — „Ég gerði alt, sem mér var auðið, þín vegna“, svaraði hann. „Og ég á mjög erfitt með að botna í fram- komú þeirra.“ — Svo fór um sjóferð þá. Eg skildi vel, á hvaða átt hann^var í þeim ranninum. — „Vertu sæll,“ sagði ég. Hann hvarf mór samstundis, en ég sneri mér í áttina til dyra. Ég litaðist um, fór mér hægt, stanzaði og gnísti tönnum, og alt í einu hrökk ég eitthvað svo undarlega inn í siálfan mig. Hm, já; svo þeir forsmáðu mig, manna-greyin! Þeim heflr þótt ég alt of mikið smáménni, hreiri' asta úrþvætti af manni til! Og enn þá einu sinni varð mér á að lítast uin í þessum langa tréskála -og skyggnast inn í útsölu-álmurnar, sem lágu 1 allar áttir, skreyttar alls konar litbrigðahismi og glysprjáli. Og álengdar kom ég "auga' á nokkra menn, sem fengust við risavaxinn lampa! Voru þeir ’að reyna hann, og þangað ranglaði ég. Ég tók að gefa þessum lampa góðav gætur og inti að því við mennina, til hvers ætti að nota hann. Jú, til myndasýninga. Misheyrðist mér ekki? Gat það verið tilfellið ? ... Þökk fyrir uppiýsingarnar! Svo kvaddi ég og veik mór afsíðis. Þér getið verið vissir um það, að' hugarböl mitt um þessar mundir óx afskaplega. Ég varð altekinn af takmarkausu þ.unglyndi, sem nísti mig niður í fætur og þaut um alt mitt taugakerfi eins og glóandi straumnr. „Þú ert fárveikur," sagði óg við sjálfan mig; „og hvérnig má það ske, að þú lætur þannig vaxið smásmygli heltaka þig?“ Smásmygli? Að veia hundsaður af þessum mönnum, sem lifðu hátt við gull og seim! Mig logasveið í augun, og mér fanst kveljandi hitamagn setjast að í hálsi mér við hvern einasta andardrátt. Ég reikaði eins og drukkinn maður. Heiftin og hatrið svall og sauð í huga mér áD afláts og jókst með hverju augna- bliki, svo að ég hafði engan frið. . . . Ég fór heim og háttaði. Ég var síþyrstur. Níst- andi brunaþurkur skar mig til blóðs í kverkar og háls. Ég lá eins og samanþiýstur hnútur með köldu- og svita-flogum á víxl og báða hnefa krefta. Svona lá ég alla nóttina alveg svefnvana, . . i síhugsandi um þetta eina: sýningar-ráðsmennina, sem fyrirlitu raig. . , ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.