Vorið - 01.04.1971, Síða 22
r
Maggi mús
í Sællífislandi
Hann Maggi mús var lítill, glaðlegnr náungi, nieð fjóra
granna fætur og langan hala, sem var ljósráuðúr á endanum.
Hann var mjög montinn yfir því, vegna þess að ekkert af ellefu
systkinum hans hafði svo glæsilegan hala.
Maggi mús átti lieima í hlöðunni ásamt fjölskyldu sinni.
Það var stór hópur af ættingjum, bæði frændum og frænkum
og' ömmum og öfum, þegar amina hans, hún frú Alvís. hélt
veizlu, en hún bjó við hliðina á stærstu kornhrúgunni í hlöð-
unni. Allir skemmtu sér mjög vel, en Maggi mús var samt ekki
fvllilega ánægður.
„Ég vil skoða mig um í heiminum,“ sagði hann. „Ég er
fæddur með ljósrauðan hala. Lánið hlýtur að leika við mig.“
Svo var það eitt kvöld, að hann liélt af stað út í heiminn.
Hann fór þvert yfir bæjarhlaðið og inn um dyr, sem stóðu
hálf-opnar, og fyrr en varði var hann kominn inn í matarbúr.
Hann þóttist viss um að hann væri kominn til Sællífislands,
því hér ilmaði allt svo dásamlega. Slíkan ilm liafði hann ekki
fundið heima hjá sér. Þar varð liann að láta sér nægja að éta
korn og naga hráar kartöflur. Hér voru pvlsur og lyfrarkæfa
og steikt flesk. Að sjálfsögðu vissi Maggi ekki nöfnin á þessu
öllu, en það breytti því ekki að ilmurinn var g'óður, og bragðið
ennþá betra. Hann át og át aila nóttina, og var að lokum orðinn
58
Vo RIÐ