Vorið - 01.04.1971, Síða 31

Vorið - 01.04.1971, Síða 31
vandamál. Hvar áttu þeir nú að fá nmt °g drykk? Til allrar hamingju var Talkave fús til að sjá þeim fyrir vistum, og jafn- framt lofaði hann að fylgja þeim til Indí- anaþorps eins í hálfrar mílu fjarlægð. Það var samþykkt að hraða förinni þangað svo sem auðið væri. Þess vegna lögðu þeir greifinn og. majórinn þegar af stað, ásamt Indíánanum, en hinir ætluðu að taka sér nokkra hvíld. ' Þetta var frjósamt hérað, og þar var einnig mjög fjölskrúðugt dýralíf. A hverri tjörn syntu svanir með svört höfuð, og loftið var fullt af kvakandi og syngjandi fuglum. Paganel var í sjöunda himni. Nú hvarfl- aöi það ekki einu sinni að honum að sakna fndlands. Ekki hefði Indland boðið hon- u,n upp á slíkan stórfenglegan jarð- skjáifta. Og vel gat verið, að liann ætti eftir að reyna marga slíka stórviðburði á þessari ferð. Þeir komu brátt að Indíánaþorpinu, og nieð aðstoð Talkaves komst majórinn brátt 1 samband við þorpsbúa og gerði við þá uiargháttaða verzlun. Meðal annars vildi kann kaupa af þeim hest handa Indíán- ttnum, en hann afþakkaði það. Að því búnu sneru J)eir félagar aftur til hinna samferðamannanna, og' varð þar almenn- ur fögnuður, ])egar komið var með næg- ur vistir og hesta til ferðarinnar. Allir höfðu liægt um sig það sem eftir var dagsins. Róbert borðaði með góðri lyst bæði brauð og kjöt og draklc ferskt Vatn, þar til hann var aftur orðinn hress °S fjörugur, eins og hann átti að sér. Utti prófessorinn er það segja, að hann Vek ekki frá Indíánanum og lét hann afdrei í friði. Hann ])óttist alltaf vera að fttla „spænsku“. ,,Ef ég læri ekki hinar réttu áherzlur nú, þá læri ég þær aldrei,“ mælti liann. ,,En hver myndi liafa trúað því, að franskur prófessor lærði sþænsku af Indíána?“ Smátt og smátt fór Paganel að ganga betur að tala við Talkave, og Glenvan bað hann eitt sinu að spyrja Indíánann, hvort hann hefði ekki lieyrt þess getið, að Pamp- as-lndíánar hefðu tekið fastan einhvern hvítan mann. Paganel bar þessa spurningu upp fvrir Talkave og beið svars. „Ef til vill,“ mælti Indíáninn. „Og þessi fangi?“ spurði Paganel. „Var útlendingur,“ svaraði Patagoníu- maðurinn, „Evrópumaður.“ „ITafið þér séð hann?‘’ „Nei, en ég hef oft lieyrt talað um liann. Hann hafði nautshjarta.“ „Hvað hafði hann?“ spurði Paganel undrandi. „Ilann hafði nautshjarta, var hraustur maður.“ „Já, nú skil ég. Ileyrið þið, vinir mín- ir. Hann segir, að fangimi liafi haft nauts- hjarta, og á þá við, að hann hafi verið hraustur og hugrakkur maður. Já, þetta dásamlega Patagoníumál!“ „Þetta hefur vafalaust verið faðir minn,“ mælti Róbert Grant. Því næst sneri hann sér að Paganel og sagði: „Hvernig segir maður á spænsku -. „Þetta er faðir minn“ ? „Es mi padre,“ svaraði landfræðingur- inn. Róbert gekk til Talkaves, tók í hönd lians og mælti klökkur: „Es mi padre.“ „Tu padre,“ (faðir þinn) mælti Pata- goníumaðurinn, og augun tindruðu. Paganel hafði ekki enn lokið við að .spyrja Indíánann. Ilvar var þessi fangi? Framhald á bls. 70. Vo rið 67

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.