Bjarmi - 31.01.1907, Síða 4
12
13 J A R M I
starfinu, en nú er algerlega bilaður
að heilsu, og síra Jes Gíslason frá
Eyvindarhólum.
Dáið liafa síra Þorvaldur Bjarnarson
frá Melstað, sem druknaði með svo
sorglegum hætti, og síra Björn Blön-
dal frá Hvammi.
En aftur á móti hafa verið vigðir 2
guðfræðiskandídatar: Eiríkur Stefáns-
son að Torfastöðum og Sigurður Guð-
mundsson, sem gerðist aðstoðarprest-
ur í Ólafsvík.
15 eða 16 prestaköll hafa verið
prestslaus og notið að eins einhverr-
ar prestsþjónustu frá nágrannaprest-
um. Sum þeirra hafa aldrei »komizt
í kassann« (þ. e. ekki verið augljrst
til umsókna) og eru sjálfsagt ætluð í
»samsteypuna«. í sumum þessum
prestaköllum mun töluverð óánægja
yfir því, að geta ekki fengið sérstakan
prest, og jafnvel komið til orða sum-
staðar, að hændur útveguðu sér sjálfir
prest, sem þá yrði jafnframt harna-
kennari; en samtök eða áræði heflr
þó brostið, þegar á átti að lierða.
Eins og kunnugt er, liefir verið haf-
in ýms kristileg starfsemi í Reykjavík
hin síðari árin, sem áður var hér
lítt kunn; og þótt henni hafi verið
tekið misjafntega, sérstaklega af van-
þekkingu og — vantrú, hefir þó orðið
talsvert ágengt.
Vér viljum stuttlega minnast á þessa
starfsemi síðastliðið ár, svo að les-
endur vorir út um landið viti nokk-
ur deili á lienni.
Krisiilegi félag ungra manna (for-
maðursíra Jón Helgason, framkvæmd-
arstjóri síra Friðrik Friðriksson) hefir
starfað, eins og að undanförnu, með
góðum árangri. Þó hefir það nokk-
uð hnekt starfi þess, að það hefir
ekki haft neitt samkomuhús síðan í
sumar og því ekki haft aðrar sam-
komur en biblíulestra, sem kjarni fé-
lagsmanna hefir slundað vel. Enda
liafa bihlíulestrarnir jafnan reynzt
hinar traustustu stoðir félagsins.
Samkomuhús félagsins, sem verið
liefir í smiðum í vetur, er þegar til-
búið, og verður þá aftur tekið til ó-
spiltra málanna. Ymsir hinna ungu
manna eru þegar farnir að sjá og
sýna, að drottinn hefir kallað þá til
stai’fa, og vart mundu fyrir 8 eða 10
árum yfir tuttugu ungir menn hér í
hænum hafa verið fúsir til að styðja
verulega að útgáfu kristilegs blaðs,
eins og nú liefir raun á orðið með
þetta blað. Og hverju mundi það
fremur að þakka en starfi síra Frið-
riks Friðrikssonar?
Vér vonum að ungmennafélagið
verði ekki liættulegur, heídur hollur
keppinautur við K. F. U. M., því að
síðarnefnda félagið getur alveg haft
sömu verkefni og hið fyrnefnda, og
ákveðinn kristindóm að auki.
Barnagiiðsþjónustur voru haldnar í
fyrra vetur í Melsteðshúsi, og veitti
Knud Zimsen þeim forstöðu, en
Bjarni Jónsson, síra Fr. Friðriksson,
síra Jón Helgason og Sigurbjörn
Gíslason o. fl. aðstoðuðu hann. Fyrstu
árin eftir að þeír komust á fót (en
það varð haustið 1892 fyrir forgöngu
síra Jóns Helgasonar) voru presta-
skólastúdentar sjálfboðnir aðstoðar-
menn við þær, og minnast, að minsta
kosti sumir þeirra, þess byrjunarstarfs
síns með gleði og þakklæti, — en 3
eða 4 síðustu árin hafa prestaskóla-
menn engan þátt tekið í þeim, hvað
sem til kemur.
Vegna húsleysis liafa engar barna-
guðsþjónustur verið haldnar í vetur,
nema hvað Sigurbjörn Á. Gíslason
hefirmeð aðstoð þriggjaleikmannahaft
sunnudagaskóla i 2 stofum, er hann
leigir í vetur til biblíulestra, og liafa
sótt skólann um 40—50 börn.
Annars voru barnaguðsþjónusturn-
ar í fyrra engan veginn vel sóttar og