Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 31.01.1907, Qupperneq 5

Bjarmi - 31.01.1907, Qupperneq 5
B .1 A R M I 13 velduv því líldega meðfram götulífið hér í bænum, og svo hitt, að mörg- um foreldrum virðist vera nokkuð ó- ljóst, livað barnaguðsþjónustur og sunnudagaskólar eru heillavænlegir. — Til þess að skýra það fyrir al- menningi og leiðbeina þeim, er kynnu að vilja koma slíkri slarfsemi á fót annarstaðar, var gefið út lítið, en gott, rit um barnaguðsþjónustur, verð 10 a. (kostnaðarmaður Kn. Zimsen). Kristileg safnaðarstarfsemi (formað- ur síra Jóhann Þorkelsson) gengst fyrir bibliulestrum og fleiri kristileg- um samkomum, en lieíir jafnframt eílt til samskota banda fátæklingum fyrir jólin 4 síðustu árin, og var þess getið í siðasta blaði, hvað ágengt varð í því efni í vetur. I3að væri æskilegt að fleiri söfnuðir hér á landi vildu hefja svipað starf, og meir en lítill styrkur og gleði verður það hverjum trúuðum presti, ef í söfnuði hans er sýnilega hópur trúaðra manna og kvenna, sein fús er til að styðja að eflingu guðs ríkis með honum. S. .(3> ■ (Framhald), M , Öllu æðra. Drotning nokkur hét einhverju sinni ríkulegum verðlaunum liverjum þeim, er sendi sér skrifað liið lijartfólgn- asta og yndislegasta orð, sem tung- ur jarðarinnar ættu. Henni bárust mörg svör víðsvegar að. Eitt var frá auðmanni. Hann liafði varið æfi sinni til að safna gulli og gersemum, og í lians augumvarekk- ert orð fegurra og hjartfólgnara en orðið: »gull«' Næsta svar var frá metorðagjörn- um, ungum manni. Hans lieitasta Ósk og eítirlöngun var að komast tjl vegs og virðingar í heiminum, njóta þeirra gæða, sem há staða og frægð veitir manni. Hann ritaði orðið: »frœgð«. Þriðja svarið var frá sjómanni, sem var nýkominn heim úr langferð. Mánuðum saman hafði maður þessi verið fjarri heimkynnum sínum — einn í ókunnum löndum — fjöll og höf liöfðu skygt á þann blett, sem var honum kærastur af öllum stöðum heimsins. Þó hann hefði víða farið og verið, þá var þó hezt heima. Og þetta orð: »heim«, lét eins og fegursti hljóðfæraslátlur í eyrum lians, og hann rilaði orðið: »/ieún« og sendi drotningunni. Fjórða svarið var frá ungri stúlku. Húu var sjúk og hafði legið rúmföst langan tíma. Hver liönd hjúkrar þá betur en móðurhöndin? Hver fær fremur þerrað tár barnsins og hlúð að því á allar lundir en hin ljúfa móður-mund? »Móðir« er orð, sem innibindur allau mannlegan kærleika og um- hyggju, sem felur í skauti sinu alla ást og alúð, alla blíðu og nákvæmni. Hvílík liuggun fyrir barnið, — hvílik bót allra meina! Og veika stúlkan horfði á blíða, rólega móðurandlitið —virti fyrir sér brosið hennar og rifjaði upp fyrir sér alla nákvæmnina og þolinmæð- ina, — alt — alt, sem móðirin ein fær gert fyrir barnið sitt — og henni fansl ekkert orð geta komizt til jafns við þetta orð: »móðir<i. Og það varð svarið hennar. Það er mælt, að drolningin hafi hikað við, er liún las þetta orð; hún efaðist um, að til væri nokkurt orð, sem v.eitti mannshjartanu meiri svöl- un en móðurnafnið. Enn var eftir að lesa eitt svarið. Á seinasta blaðið var skrifað oi'ð- ið : »./esús«,

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.