Bjarmi - 26.02.1907, Blaðsíða 2
26
13 .1A R M I
Pá sálin liarma liefir geymt
og heitum Jesú kœrleik gleymt,
ég lirópa á guð um huggun þar
og heyri brátt hans kœrleikssvar.
:,: Sœla, svalandi stund! :,:
Hann segir: y>Treystu’ á alt mitt orð
og oft sit við mitt náðarborðm,
þá fyllist hjartað friði’ og hœgð,
er finn ég alla’ hans kœrleiksgnœgð.
:,: Sœla, svalandi stund! :,;
O, bœnarstund svo birg af náð!
Pú bœlir heimsins yfirráð,
mig frelsaranum fœrir nœr,
svo frið og huggun sál min fœr.
:,: Sœla, svalandi stund! :,:
L. H. jun. þijddi.
Kristileg þjóðrækni,
Allir eru á einu máli um það, hverr-
ar trúar sem þeir svo eru, að það sé
heilög skylda að elska land silt og
þjóð, þó það komi ekki altaf fram í
verkinu. Hver, sem það gerir, er
kallaður þjóðrœkinn.
Þjóðræknin er dygð, eins og frænd-
rækni og gestrisni og aðrar borgara-
legar dygðir. Hún eílir ríkin og auðg-
ar þjóðirnar, þar sem hún er meira
en orðin tóm.
Vér dáumst að kostum forfeðra
vorra, á hinni svo nefndu »gullöld
íslendinga«, og þar á meðal þjóð-
rækni þeirra, þó fremur megi telja það
frændrækni en þjóðrækni, af því að
þjóðfélagsskipunin var þá alt önnur
en nú. Þjóðrækni þeirra kom þá eink-
um í ljós, er þeir áttu hlut sinn að
verja fyrir útlendum mönnum, utan
lands eða innan.
En eftir því sem fram liðu stundir,
þá kom það í ljós, að í þjóðrækni
þeirra vantaði »salt«. Eigingirnin
varð ríkara afl í lífi þeirra en kraft-
ur kristindómsins. Þá liófst hörmu-
legasta skeiðið í lífi þjóðar vorrar,
Sturlungaöldin. Ágirnd til fjár og
metorða varð þá svo rík lijá forráða-
inönnunum, að þeir voru boðnir og
búnir til að svíkja land silt og þjóð
sjálfum sér til upphefðar, og frændur
bárust á banaspjótum. Enginn var
öðrum trúr, að heita mátti. Siðan
gekk hver ógæfubáran af annari yflr
þjóðina. Niðjarnir urðu að gjalda
synda forfeðranna, eins og jafnan
verður raunin á. Þjóðin varð að
þola: »Sex hundruð ára þrældóm,
smán og þrautir«.
En loks varð þjóðræknin aftur yf-
irsterkari. Það birti aftur yfir þjóð-
lífinu. ísland eignaðist marga ósér-
plægna sonu, sem voru óþreytandi í
því að vinna að viðreisn lands og
lýðs. í munni þeirra voru þessi orð
skáldsins helgasta hjarlans mál:
»Ó, blessuð vertu feðra fold
og fjöldinn þinna barna,
á meðan gróa grös í mold
og glóir nokkur stjarna«.
Orð og verk rann þar saman í eitt.
Hvaðan kom þeim þessi ríka rækt-
artilfinning og óþreytandi kraftur?
Vér þurfum ekki annað en lesa rit
þessara manna. Þeir viðurltenna það
sjálfir, að þeim hafi verið það af guði
gefið.
Það var kraftur kristindómsins, sem
var ríkasta aflið í lífi þeirra.
Kristileg verður þjóðræknin að vera,