Bjarmi - 26.02.1907, Blaðsíða 4
28
B .1 A R M
Guð gefi, að svo mætti verða meðal
þjóðar vorrar; þá myndi í andlegum
skilningi
»þiðna allur ís og snær,
en aukast blóm«.
€
Ráð við taugaveiklun.
Heldri stúlka ein í New-York seg-
ir svo frá:
Ég fór til nafnkends læknis í borg-
inni og leitaði álits hans um lieilsu-
far mitt. Ég hafði mjög viðkvæma
geðsmuni; þunglyndið svarf svo að
mér, að mér þverraði þróttur dag frá
degi og var löngum utan við mig.
Ég lýsti heilsufari mínu fyrir honum
og leysti úr öllum hans spurningum.
En þegar samtalið var úti, þá fékk
hann mér ávísun á lyf; en mig rak
heldur en ekki í furðu, þegar ég las
miðann og ekki stóð annað á hon-
um en þessi orð:
»Þér þurfið að lesa meira í bihlí-
unni j'ðar«.
f*að kom fát á mig og ég ætlaði
að fara að hafa eitthvað á móti þessu;
en hann tók óðara fram í fyrir mér
og sagði með rögg, en þó vingjarn-
lega: »Farið þér bara heim og lesið
þér eina klukkustund í biblíunni yð-
ar á hverjum degi og svo getið þér
komið til mín aftur að mánuði liðn-
um«. Því næst kvaddi liann mig
kurteislega og ég gat engum mótbár-
um við komið.
Það lá við að mér greindist við
lækninn í fyrstu, en svo kom mér
það í hug, að útlátalítið væri það,
að reyna þetta læknisráð. Svo fór
samvizka mín líka að ásaka mig fyr-
ir það, að ég hefði ekki lesið í biblí-
unni minni langa-lengi. Veraldlegar
áhyggjur höfðu hamlað mér frá því
árum saman, og þó ég teldi mig
í trúaðra manna tölu, þá varð eg að
kannast við vanrækslu mina í þessu
efni. Ég gekk því heim til mín og
einsetti mér að fylgja ráðí læknisins
samvizkusamlega.
Að mánuði liðnum fór ég aftur til
til fundar við lækninn. Hann leit á
mig og sagði vingjarnlega: »Jæja,
ég sé, að þér hafið verið hlýðinn
sjúklingur; þér hafið grandgæfilega
notað yður meðalið, sein ég ráðlagði
yður. Haldið þér, að þér þurfið
nokkurt annað meðal?«
Ég kvað nei við því, og sagði hon-
um, að mér fyndist ég vera sem end-
urborin og héldi, að heilsufar mitt
væri orðið alt öðruvísi en það áður
var. En hvernig vissuð þér, að mér
væri einmitt þörf á þessu meðali?
spurði ég.
Hann svaraði mér engu, lieldur
gekk hann að skrifborðinu sínu. Á
borðinu lá biblía og var auðséð, að
hún hafði verið iðulega handleikin og
nú var hún opin. Hann ávarpaði
mig með mikilli alvörugefni og sagði:
»Ef ég Iéti það lijá líða að lesa í þess-
ari dýrðlegu bók á hverjum degi, þá
færi illa, því þaðan er mér kominn
allur minn kraftur og dugnaður. Aldrei
sker eg svo hold manna til Iækninga, að
ég lesi ekki áður í bíblíunni minni. Al-
drei fæst ég svo við hætlulegan sjúk-
dóm, að ég leiti ekki fyrst aðstoðar
í henni. Það var engin þörf á með-
ulum til að lækna það, sem að yður
gekk. Þér þurftuð að eins þess við,
sem gæti friðað og styrkt huga yðar,
og því ráðlagði ég yður mitt lyf og
vissi, að það mundi duga yður«.
Þá sagði ég honum, að ég hefði
verið nærri því frá því snúin að nota
lyfið lians.
»Þeir eru fáir, sem eru fúsir að
nota þella lyf«, sagði liann brosandi,
en ég veit mörg dæmi þess, síðan ég