Bjarmi - 26.02.1907, Blaðsíða 7
B J A R M I
31
Heillavænlegt væri, ef öll is-
lenzku blöðin vildu breyta eftir
þeirri reglu. S. Á. G.
Góðar bækur.
Forkyndelsen. Et Livspörgsmaal
for Kirke og Folk, eftir J. Jansen,
áður prest í Röken. Kra. 1906.
Verð 2,90. Höfundurinn er meðal
einkennilegustu og gáfuðustu presta
i Noregi, heittrúaður, mjög frjáls-
lyndur og góðkunnur um öll Norð-
urlönd af ræðum sínum. Þessi bók
hans um ræður og ræðugerð hefir
þegar fengið almannalof í erlendum
blöðum, og margir telja hana engu
síðri en ágætis bókina eftir Spurgeon
um svipað efni (Presten hjemme og
i Kirken, Schönbergs Forlag Kbh.
Verð 3 kr.). Bók Jansens er í 24
köflum og ekkert rúm til að lýsa
efni hennar greinilega hér í blaðinu
En hún ætti að komast á hvert ein-
asta prestssetur landsins og mundi
viða koma að góðum notum.
Séra Jansen hefir gefið út mörg
smárit og hefir S. Á. Gislason þýtt
eitt þeirra: Um barnaskírn, sem enn
má fá í hundraða tali fyrir lítið
verð og hentugt er til útbýtingar, þar
sem bólar á efasemdum um barna-
skírnina. — Góðkunnar ræður eftir
þennan höf. eru m. a.: Plads for
Jesus, sunnudagspostilla (Verð 4 kr.
í bandi 5,50). — Elleve Hverdags-
predikener (í b. 1,75). — Det store
Spörgsmaal (í b. 1,70). — Sög Gud
(í b. 2,75).
J)a det blev mörkt af Guy Thorne
0. Lohres Forlag (verð 2 kr.)
Skáldsaga þessi er nýl. þýdd úr ensku
(When it was dark) og voru seld
af henni 300 þús. eintök i fyrravor
þar í landi, enda er hún afarein-
kennileg, og Lundúnabiskup o. 11.
hafa talað um hana í prédikunum
sínum. Aðalefni hennar er i fám
orðum þetta:
Vantrúaður miljónamæringur mút-
ar heimsfrægum fornmenjafræðing
til að búa svo, um að steinn finnist
í fornri gröf í Jerúsalem með svo
hljóðandi grísku letri: »Ég Jósep
frá Arimatíu tók líkama Jesú frá
Nazaret úr gröfinni, þar sem hann
var (fyrst) lagður, og fól hann á
þessum stað«.
Svikin voru svo vel útbúin, að
fáa grunaði annað, en nú væri vís-
índalega sannað, að Kristur he/ði al-
drei risið upp; og öll kristnin lék á
reiðiskjálfi. Páfinn fyrirbauð raun-
ar sínum mönnum að lesa eða tala
um þennan fund, en það kom að
litlu haldi.
Ægilegt myrkur kom yfir kristn-
ar þjóðir, glæpum fjölgaði stórkost-
lega og viðskiftalífið lamaðist, styrj-
aldir brutust út, heiðni færðist i ás-
megin. Maðurinn, sem fyrstur
skýrði frá fundinum og vissi ekki
um nein svik, réð sér bana, er hann
sá afleiðingarnar. Vantrúuðum
kvenfrelsisfrömuðum féllust hendur,
er þeir sáu, hvernig farið var með
kvenfólkið, þar sem kristindómurinn
var úr sögunni. En eftir 6 mánaða
myrkur birti aftur, því þá gal ung-
ur prestur komið upp svikunum
með aðstoð vinkonu fornmenjafræð-
ingsins, og fleiri manna,
Sagan minnir greinilega á orð
Páls: »Ef Kristur er ekki upprisinn,
þá er trú yðar ónýt og þér eruð þá
enn í syndum }rðar«, og jafnframt
á hitt, að öruggara er að trúa guðs
orði, en hverju nýmæli, sem ber á
sér vísindablæ. S. Á. G.