Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 26.02.1907, Blaðsíða 6

Bjarmi - 26.02.1907, Blaðsíða 6
30 B J A R M I l)r ýmsum áttum. Heima. Um tillögur kirkjumúlanefndar- innar hefir séra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri ritað nýlega langt mál í Yestra, og fer þar meðal annars mjög hörðum orðum um uppástung- una um »verðlauna prestana«, sem sumir kalla svo, enda er æði hætt við, að sú nýbreytni kæmi ekki að tilætluðum notum. Guðfræðispróf við háskólann tók Haukur Gíslason nýlega með annari betri einkunn. f Séra Jón St. Porláksson áður prestur á Tjörn á Yatnsnesi andað- ist 7. þ. m. Hann var vel látinn, en mjög bilaður að heilsu síðari árin. f Steinunn Theodóra Guðmunds- dóttir, ekkja séra Jakobs Guðmunds- sonar frá Sauðafelli, andaðist hér í bænum, á heimili Guðmundar húsa- smiðs sonar síns, 13. þ. m. Hún var sómakona, gáfuð og dugleg, segja kunnugir. Er 1 e n d i s. Pað er ekki nema 30 ár síðan, að Stanley Afrikufari skoraði á kristna menn að senda trúboða til Mið- Afríku. Nú eru þar um 100 inn- lendir prestar, 2000 skólar og kirkj- ur, 60 þús. safnaðarfólk og 300 þús. innlend börn í kristnum skólum. Kristniboðs-starfið í Suðurálfunni hefir als um 1000 aðalstöðvar og 3000 útstöðvar, þó er meira en helm- ingur allra Suðurálfubúa alveg ó- kunnugur öllú kristniboði. Biskupinn í Uganda (í Suðurálf- unni) skýrir svo frá: wPaðvareld- gamall siður hér á landi, að slátra eða fórna 2000 manns i hvert skifti sem konungur dó, og þótti sjálfsagt að fylgja þeim sið fyrir 25 árum, en þegar siðasti konungur dó, var eng- um manni fórnað. Þegar ég kom hingað 1890 voru hér ekki nema 200 kristnir menn til að bjóða mig vel- kominn, nú eru þeir yfir 60 þús.« Miihamedstrúarm. reka ogtrúboð, sérstaklega i Suðurálfunni. Árið, sem leið, fóru 400 trúboðar úr klaustr- um þeirra í Norður-Afríku, og leita þeir sérstaklega þangað, sem engir kristnir trúboðar eru fyrir. Heiðn- um mönnum þykir það oftast stór kostur, að Múhameðstrúarmenn hafa fjölkvæni, svo að trúboði þeirra verður oft vel ágengt og veldur kristnum trúboðum margra örðug- leika. Stjórn Kínverja hefir nýlega gert ráðstafanir til að lögleiða sunnu- dagshelgina í riki sínu og vænta kristniboðar góðs árangurs af því. Dagblöðum fjölgar óðum i Kína, en almenningur er lílt læs, svo að blöðin verða sjálf að sjá sér fyrir »blaðalesurnm«, og lesa þeir blöðin i ýmsum fundarhúsum fyrir almenn- ing, og sumir fara bæ frá bæ í sveitinni og segja fólki frá »hvað staðið hafi í blaðinu í gær«. Svo er talið að 67 menn deyi á hverri minútu, en 70 fæðist, og deyja þá nm 97 þús. daglega, en 100 þús. fæðast. Samkvæmt því deyja 35 miljónir og 37 miljónir fæðast á ári hverju. Fyrsta evangeliska hlaðið á rúss- nesku hóf göngu sína í fyrravetur. Það heitir »Iíristinn«. Meginregla þess er: Eining í aðalcilriðuin, frelsi í aukaatriðum, kœrleikur í öllum at- riðum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.