Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.05.1907, Qupperneq 6

Bjarmi - 15.05.1907, Qupperneq 6
70 BJ A R MI anda í þessari barnssál hafa þegar orðið öðrum til hlessunar, og mjög væri það mikilsvert, ef margir les- endur Bjarma, íhuguðu hvorl þeir ættu svipað trúartraust og hún Hrefna litla átti, og hvort það mundi vera Guði að kenna, ef svo er ekki. Drottinn er fús að veita frið og náð ungum og gömlum; betur að mennirnir væru eins fúsir að þiggja ástgjafir hans. Sigurbjörn Á. Gíslason. „Ausið þér bara upp!“ (hýtt). Einu sinni var skip á siglingu á Atlantshaflnu undir miðjarðarlínunni. Bá var því gefin bending af öðru skipi með neyðarmerki. Skipstjóri lét þá stýra skipi sínu þangað ogspurðiþá, sem í nauðum voru staddir: »Hvað er um að vera?« »Vér erum nær dauða en lííi af vatnsskorli«, svöruðu þeir. »Ausið þér bara upp! Bcr eruð staddir í mynni Amazónfljótsins«. þessir farmenn vissu ekki nákvæm- lega, livar þeir voru staddir. Þeir þjáðust af þorsta og þráðu það eitt, að lá vatn til svölunar. Beir héldu, að ekki væri annað vatn í kringum þá en Saltur sjórinn, og þó voru þeir komnir langl upp í ósinn á stærsta fljóti jarðarinnar. IJeir sáu ekki ann- að fyrir en að þeir myndu farast ur þorsta og þó voru þeir að sigla í ó- söltu vatni, og þurftu ekki ahnað en að ausa upp úr óuppausanlegum brunni. En, vinir mínir! Ekki er náð guðs sem flytur oss hjálpræðið, af skorn- ara skarnti en vatnið, sem þarna var í kringum skipið eða loftið, sem vér öndum að oss. Fannennirnir þurflu ekki annað en að sökkva í fötunum og ausa upp fersku vatni. Eins er því varið um hverjá sál, sem þyrstir; hún þarfekki annað en að »taka lífsins vatn end- urgjaldslaust«. Hvað gelur verið örlállegra en þessi lioðskapur: »Heyrið allir þér, sem þyrstir eruðI Ivomið hingað til vatnsins, og þér, sem ekkert silfur eigið, komið, kaup- ið korn og etið ; komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust, bæði vín og mjólk« (Es. 55,1). Hvað er ótvíræðara en þessi orð drottins sjálfs : »I5f einhvern þyrstir, þá komi hann til mín og drekki« (Jóh. 7,37). Eða þessi orð, sem standa næstum síðast í biblíunni: »Og hver, sem þyrstir, komi, og hver, sem vill, taki lífsins vatn endurgjaldslaustw (Opinb. 22, 17). Já, lesari minn! Þú þarft ekki annað en að taka á nióli Krisli, því að það er satl, sem postulinn scgir: »Orðið er nálægt þér, i munni þín- um, í hjarta þínu, orð trúarinnar, sem vér prédikum (trúarjátningin), þvi ef þú játar með munninum drotl- inn þinn og trúir í hjarta þínu, að guð hafi upp vakið liann frá dauð- um, þá muntu hólpinn verða« (Róm. 10,8—9). Þú vilt verða hólpinn og ekki aðeins losna við hegninguna, heldur líka við vald syndarinnar, því svo er skrifað : »Hver, sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa hon- um, skal ekki að eilífu þyrsta, lield- ur mun það vatn, scm ég mun gefa lionuin, verða í honum að lind, upp- sprettandi lil eilífs lífs« (Jóh. 4. 14). »Sælir eru þeir, sem liungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því þeir munu saddii verða« (Matt. 5, (5).

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.