Bjarmi - 15.05.1907, Page 8
72
B J A R M 1
Úr ýmsum áttum.
I£oníticíviíi!!, heimspekmgurinn
kínverski, (f 478 f. Kr.) heflr nýlega
hækkað í tigninni, þar sem Kínverja-
keisari hefir veitt honum sömu tign
og himin og jörð hafa í goðakerfi
Kínverja. Mormónar gifta menn og
og skíra, livort sem þeir eru lifandi
eða dauðír. Og eftir átrúnaði Kín-
verja getur keisarinn veitt bæði fiam-
liðnum mönnum og goðum sæmdir
og laun engu síður en þegnum sín-
um, og að því leyti er þessi »sæmd-
arauki« við Konfúcíus engin nýlunda.
— En sæmdin er tvísýn í þetta sinn.
Því að nú er Konfúcíus orðinn svo
tiginn, að enginn má dýrka hann
nema keisarinn einn; og ætla menn
því, að þessi sæmdarauki sé beinlínis
ívilnun við kristna menn. Það var
ein skólaskyldan að dýrka töflur Kon-
fúcíusar, svo að krislnir námsmenn
gátu ekki gengið á opinbera skóla í
Kína; en nú er sá steinn úr vegi
þeirra, síðan Konfúcíus var svo »hátt
upp hafinn«.
glíi'istniboösfélag'iö danska
lieiir 19 kristniboða á Indlandi og 15
í Kína, og ætlar að bæta 5 nýjum við
þetta árið, og auk þess styður það
æðimarga innlenda starfsmenn. Árið,
sem leið, skírðu kristniboðar þessa fé-
lags 24 heiðingja á Indlandi (alls
hafa þeir skírt þar 2007) og í Kína
11 (alls þar 150), enda eru fá ár síð-
an að Danir liófu þar kristniboð.
Tekjur félagsins árið, sem leið, voru
231,193 kr„ 30 þús. kr. íékk það að
dánargjöf frá einum manni. — K. F.
U. M. og K. F. U. K. sjá um sér-
staka kristniboða.
Snður-Ameríka er oft nefnd
»vanrækta landið«, meðal kristniboðs-
vina, vegna þess, hvað lítið evangel-
iskt kristniboð var þar til skamms
tíma. íbúarnir — um 40 milljónir--
eru llestii að nafninu kaþólskir; en
heiðnar kreddur, andatrú og kæru-
leysi eru samblandaðar Maríutrú og
myndadýrkuninni kaþólsku. Spilling-
in og fáfræðin dæmafá. I Paraguay
er ekki nema eitl barn al' hverjum
10 skilgetið, og álíka mikill liluti
íbúanna er læs og skrifandi.
Evangeliskl kristnihoð í Suður-Am-
eríku er nál. 50 ára gamalt og starfa
að því nú um 275 vígðir kristnihoðar
(aðallega frá Englandi og Norður-
Ameríku) og 700 þarlendir aðstoðar-
menn, og í söfnuðum þess eru um
40 þúsundir.
K. ]M. (Trúboðsfélag
kvenna í Danniörku) sendi 3 hjúkr-
unarkonur síðastliðið haust lil Vesl-
urheimseyjanna, sem Danir eiga,
og blöskrar þeim mjög, hvernig (i.
boðorðið er fótum troðið þar á eyj-
unum.
xi uppgjafaprestar eru
nýdánir. Séra Jón Jónsson, siðast
prestur á Slað á Reykjanesi (f. 22/n
1829 — d. 21. f. m.) og séra Guðm.
Emil Guðnnmdsson á Kviabekk (f.
2G/« 1865 — d. 28. f. m,).
S A.Ml£JIl>íITSrGrIlV, mánaðarrit liins ev.lút. kyrkjuf. í Vesturheimi.
Ritstjóri: síra Jón Bjarnason í Winnipeg. Hvert nr. 2 arkir. Barnablaðið
»Börnin« er sérstök deild í »Sam.« undir ritstjórn síra N. Steingríms Þorláks-
sonar. Verð hér á landi kr. 2,00. Fæst hjá cand. S. A. Gíslasyni í Reykjavík.
Útgefandi: Hlutafélag i Reykjavík.
Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Njáisgötu 33 B. Rcykjavik.
Pretnsmiðjan Gutenberg.