Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1908, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.01.1908, Blaðsíða 1
BJARMI S KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ ===== II. árg. Iteykjavík, 15. jan. 1008. y>Vci þcim, sem hneykslunum veldur. Lúk. 17, 1. 2. tbl. Ábyrgð kristins manns. Kafli úr rœðu eftir Olaf prófast Olafsson í Hjarðarholti. Allir berum vér, karlar og konur, ungir og gamlir, ábj'rgð á öllu lííi voru, á hugsunum vorum, orðum og athöfnum, frammi fyrir drotni Iifsins. Oss kæmi það máske bezt í breyzk- leika vorum, að þessi ábyrgð væri ekkert annað en ímyndun eða tilbún- ingur kennimannanna; en hún er nú samt hvorugt, heldur guðlegur, lieil- agur, margstaðfestur sannleiki. Sönn- unin íyrir því, að þessi ábyrgð hvíli á oss öllum er bæði rödd drottins í samvizkum vorum og orð hans í lieil- agri ritningu, og allir hans dómar í mannkynssögunni, fyrst í sögu Gvð- ingaþjóðarinnar og svo í allri mann- kynssögunni. Þar lýsir sér umbun og blessun í einhverjum myndum fyrir hlýðni við guð, og refsing í einliverri mynd, niðurlæging og vanblessun fyrir óhlýðni og ótrúmensku við hann, sem geldur einum og sérhverjum eftir hans verkum. Ef engin ábyrgð væri til, þá gæti hvorki verið til umbun né hegning.. En þó að oss kunni að þj'kja þessi ábyrgð alvarleg, og lijarta vort titri við þá tilhugsun, að vér skulum þurfa að svara til þessarar ábyrgðar, svo breyzkir og brotlegir sem vér erum, þá er það þó óumræðileg blessun fyrir oss, að þessi ábyrgðartilfinning hjá oss sé næm og sívakandi, en ó- umræðilegt tjón fyrir oss, að hún sé sljó og sofandi, því að í henni felst sterkasta hvötin til að vinna öll vor verk í ótta drotlins, svo að vér, þeg- ar kvöld er komið, verðum fundnir trúir þjónar hins mikla lánardrottins. Þú ber ábyrgð á lífi þínu fyrir drotni, öllu þvi, sem þú gerir öðru- vísi en hann vill, og — öllu þvi, sem þú vanrækir að gera, en guð, sem gaf þér lííið, ætlaðist til að þú gerðir. Og einu megum við ekki gleyma. Vér berum ekki að eins ábyrgó á lífi sjálfra vor, heldur berum vér líka á ýmsan hátt ábj'rgð á lífi barna vorra og annara samferðamanna á vegi lífsins. Oss finst það sjálfsagt öllum nóg, — ineira en nóg, að eiga að standa drolni lífsins ábj'rgð á voru eigin líli við daganna enda, þótt ekki eigum um vér líka að standa ábj'rgð á lífi annara. En vorar eigin skoðanir á þessu losa oss ekki við ábj'rgðina. Hún hvílir á oss, hvort sem vér vilj- um eða viljum ekki. Lögmál drott- ins leggur oss liana á lierðar með svo skýrum og ótvíræðum orðum, að liér getur ekkert verið um að villast. Vér erum ekki búnir að fletta nema einu blaði í ritningunni, þegar þessi ábyrgð verður fyrir oss, þar sem þeir eigast við bræðurnir Kain og Abel. Drottinn spyr: »Hvar er Abel bróðir þinn?« Kain svarar með annari spurningu: »Á eg að gæta bróður mins?« Og refsingin, sem drottinn

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.