Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1908, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.01.1908, Blaðsíða 4
12 B J A R M I biblíusainlestra og hænasamkomu í Hólakyrkju, en síðustu árin hefir því fremur hnignað, einkum vegna fund- arliússleysis og annríkis prófasts. Síra Zoplionías lét sér mjög anl um barnafræðslu í prófastsdæmi sínu, enda var hann mesti áhugamaður í öllum mentamálum. Bindindismálinu unni liann af alhug og var templar síðustu árin. Hann var með Hjörleiíi Einarssyni annar aðalstofnandi prestafélagsins í Hólastifti hinu forna, og var jafnan formaður þess, og lét hann sér mjög ant um, að fundir þess væru sem allra uppbyggilegastir. — Því að liann unni lifandi kristindómi, en var illa við alit málamyndar kák, og þó ein- kum í kristilegum málum. Um eitt skeið mun hann hafa hneigst nokkuð að sumum þeim skoðunum, sem nú er almennast að kenna við »nýju guðfræðina«, en síðustu árin gætti þeirra alls ekki. Og enginn ís- lenzkur prcstur tók mér betur né var fúsari til að ræða áhugamál mín en hann, þegar eg kom »heitur en ó- reyndur« frá Danmörku árið 1901. Hann var farinn að tala stundum blaðalaust síðustu árin; hann prédik- aði undir beru lofti, meðan Hofstaða- kyrkja var í smíðum, hafði messu- skifti við nágrannaprest sinn einu sinni síðastl. sumar, sendi um sóknir sínar bréfið, sem blað vort flutti í júlí f. á., og var fús til hverrar nýbreytni, sem orðið gæti lifandi trú til etlingar.— Blað vort niisti þar góðan vin, sem hann var, og ljúft liefði oss verið að llytja mynd af honum að þessu sinni, ef kostur hefði verið á; —en úr því verður síðar bælt. Það er eftirtektavert, að síra Zopho- nías, sem ílestir töldu einhvern nýt- asta prest Norðanlands, og enda víð- ar, og hafði áreiðanlega góð áhrif á ýmsa aðra presla, bæði á prestafund- unum norðlenzku, sem hann stýrði oftast, og endrarnær, — var þó sjálf- ur svo hógvær og kröfuhár til sjálfs sín, að hann t. d. skrifar í fyrra: »Altaf er messað hér í kyrkjum min- um, en stundum fremur fátt. Sjálfur finn eg, að eg er að reskjast og starfs- þol að minka. Eg vil svo feginn vinna vel, en eg lieli ekki anda né lag til að laða fólkið að kyrkjunni alment. Gnð geíi mér sinn anda, að eg vinni trúlegar, og lofi mér að gagn- ast öðrum. Hann veri mér miskunn- samur í Jesú nafni. Eg lield, að eng- ir beri meiri ábyrgð og að enginn þurfi meiri miskunn í guðs dómi en prestar. Eg veit um nxig; minn tími er bráðum búinn*)----------«. Og: »Eg vinn miklu minna en eg vildi. Hin mikla deyfð í trúarlííinu hryggir mig. Það er sorg að geta ekkert að gert, og að vera ónýtur þjónn, og að verða að leggja þannig niður ferða- slaíinn með sorg og angri yfir sára- ófullkomnu æfistarfi.--------Að eins að guð leyfi mér að lialda heilsu minni, unz dauðinn kemur. Af honum er alls góðs að vænta; hann er kær- leiksríkur faðir fyrir Jesúm Krist«. — Pannig tala ekki aðrir en sannauð- mjúkir menn við vini sína, og ein- mitt af þvi að kristileg auðmýkt er fegursta dygð framkvæmdarsams dugn- aðarmanns, hefi eg leyft inér að birta þessa kalla úr bréfum hans. Drottinn heyrði bæn hans um að í'á að lialda heilsunni, unz dauðinn kom. — Hann messaði í Viðvík á nýjársdag, varð lasinn daginn eftir og andaðist kl. 2 e. h. 3. janúar. Drottinn blessi minniiigu hans og huggi þá,sem nú eiga um sárt að binda. Sigixrbjörn Gíslason. ’) Hann minnist eitthvað á i ílestuni síðustu bréfum sínum, að dauðinn muni fremur nálægur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.