Bjarmi - 15.01.1908, Blaðsíða 3
B J A R M I
11
Þetta er alt annað en ranglæti.
Hér blasir einmitt við oss guðleg vizka
og kærleikur, kærleikur lians, sem
ekki vill dauða syndarans, heldur að
hann snúi sér og lifi.
Þetta er þá síðasta og sterkasta við-
vörun drottins til mannsins: Ef þú
lieldar áfram að syndga, þá nmmi
börn þln og niðjar líða fyrir þig. Og
margir eru þeir, sem hafa látið þessa
viðvörun sér að varnaði verða.
Dæmin, sem vér tókum, eru úr
gamlatestamentinu. En ekki dregur
kristindómurinn úr áliyrgðinni. Betra
væri þér, sagði frelsarinn, að myllu-
steinn væri bundinn um háls þér og
þér sökt í sjáfardjúp, en að þú hneyksl-
ir eða leiðir til syndar einn einasta
smælingja með eftirdæmi þínu.
Zophonias Halldórsson,
f. 11. júní 1845 — d. 3. jan. 1908.
Eg var að lesa bréfin hans til mín,
mörg og góð, sem verða mér tvöfalt
kærari, þegar eg á ekki frarnar von á
bréfi frá honurn. — En sárt er að
liöndin skuli vera orðin köld og stirð,
sem jafnan var svo fús til að letra
fagrar hugsanir og hjálpa hágstöddum.
Og eg er ekki einn um söknuðinn.
Það vita allir Skagfirðingar, og fjölda-
margir aðrir, að þar misti kyrkja vor
og þjóð einn af beztu mönnunum,
sem síra Zophonías var.
Hann var fæddur 11. júní 1845 á
Brekku í Svarfaðardal, þar sem for-
eldrar hans Halldór Rögnvaldsson og
Guðrún Björnsdóttir bjuggu. Hann
kom í lærða skólann 1867, og út-
skrifaðist þaðan 1873 með fyrstu ein-
kunn og sömu einkunn fékk liann,
er hann útskrifaðist af prestaskólan-
um 1876. Sama sumarið vígðist hann
prestur að Goðdölum í Skagafirði og
þjónaði því brauði, unz hann fékk
Viðvík 1886. Hann varð prófastur
Skagíirðinga 1889, og riddari af danne-
brog 1905.
Hann kvæntist 1876 Jóliönnu, dótt-
ur Jóns Péturssonar háyfirdómara, og
lifir hún mann sinn ásarnt þremur
sonum þeirra: Pétri, ritstjóra »Templ-
ars«, Páli, sem stundar búfræðisnám
í Danmörku og Guðmundi, sem stund-
ar nám við hinn alm. mentaskóla.
Sira Zo])honías var starfsmaður
meiri en í meðallagi. Hann sá mæta
vel um stórt hú, enda þótt kona hans
væri jafnan mjög heilsulítil. Sveitar-
stjórnarstörfum gegndi hann 10 ár
(1894—1904), og hefði þá verið end-
urkosinn, ef nokkrum, sem þekti hann,
hefði dottið annað í hug, en að hann
yrði þá kosinn prestur í Stokkseyrar-
prestakalli. — Hann var sýslunefnd-
armaður og kaupfélagsstjóri um hríð,
og 5 síðustu árin umsjónarmaður
Hólabúsins og íslenzkukennari við
Hólaskóla, af því, eins og bann sjálf-
ur sagði: »Eg heíi liugboð — óljóst
sarnt — um það, að eg hafi góð,
kristileg álirif á skólann, og að með
piltunum geti þau með guðs hjálp
borizt víðar yfir«. Ennfremur stund-
aði liann lækningar töluvert, og þar
eð mörgum þótti honurn takast þær
mjög vel, fór oft mikill tími til þeirra.
Þrátt fyrir allar þessar sýslanir —
og margar fieiri, því að hann var
hvatamaður að mörgum þörfum fyrir-
tækjum — stundaði hann prestskap-
inn mörgum öðrum betur, enda þólt
hann þeirra vegna gæti ekki hlynt
eins vel að kristilegum félagsskap í
söfnuðum sínum og liann í rauninni
vildi.
Fyrir nokkrum áruxn stofnaði liann
kristilegt félag með fermingarbörnum
sínum, eldri og yngri, í Hólasókn, og
var það allblómlegl uin tíma, hélt t. d.