Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1908, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.03.1908, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ II. árg. | Reykjavík, 1. marz 1908. Börn min, elskum ekki með orði og tungu, heldur í verki 5. tbl. og sannleika 1. Jóh. 3,18. Nokkrar athugasemdir við kenuingru »Fnekonift« um sabbatsdaginn, duuðasvefninn og upprisuna. Eftir Ó. V. 1. Sabbatsdagurinn. Það er undarlegt og afleitt, að vera að þrætast' og áfellast út af dögum og daganöfnum, og varla ætlanda mentuðum og hugsandi mönnum. »Frækorn« eru nú síðasta kastið að áfella oss sunnudagsmenn fyrir sunnudagslielgihaldið, og vilja gera oss að lögmálsbrjótendum og, mér mér liggur við að segja, að guðníð- ingum fyrir það. Eg hef þó ekki minni til, að sunnudagsmenn hér á landi hafi neitt fengist um sabbats- hald laugardagsmanna, eða áfelt þá fyrir það, enda álít eg, að slíkt hefði ekki átt við. Því »hvað er skrifað i lögmálinu og hvernig les þú ?« Þar er skrifað svona 3ja boðorðið: »Halda skaltu hvíldardaginn heilagan« og ennfremur er skrifað, og það er út- skýring 3ja boðorðsins og tilsögn um hvíldardaginn: »Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda daginn halda heilagt« o. s. frv. Hvað er nú boðið með þessu ? Eg sé i þessu ekkert annað en það, að vér eigum að vinna G daga, en hafa 7. daginn fyrir hvíld- ardag og halda heilagan þenna hvíld- ardag o: hvíla líkama vorn af erfiði hinna (i vinnudaga og safna kröftum undir næslu 6 daga, og jafnframt hvila sálu vora í guði, lofa, þakka, biðja o. s. frv. Annað eða meira get eg ekki fundið í 3ja boðorðinu. Og mér finst þetta í alla staði fullnægj- andi. Um það, hvað hann á að lieita, þessi 7. dagur, laugardagur, sunnudagur, föstudagur, mánudagur cða hvað, um það finn eg ekkert guðlegt boð, Eg veit að eins að Gyð- ingar létu laugardaginn vera 7. dag- inn, og héldu hann í minning um hvíldardag skaparans, þótt hann aldrei hvílist eða hætti að skapa, því »Fað-' ir minn vinnur, og eg vinn einnig«, sagði meistarinn. En setjum svo, að skaparinn hafi hvilst og látið sköp- unni vera lokið á 7. tímabili sköp- unarinnar, hvar er oss þá sagt og skipað að trúa, að þetta 7. tímabil, þessi hvíldardagur liins almáttuga, eilífa og óbreytanlega, hafi verið laug- ardagur, eða svarað til lians, og þá jafnframf, að hann hafi byrjað sköp- unarverkið á sunnudegtf Hvar og hvenær liefur oss verið sagt þetta og skipað að trúa því, með guðlegu boði slcaparaus eða frelsarans ? Eg veit það ekki. En þótt þetta sé bæði kent og boðið í lögmáli því, sem sér- staklega snertir Gyðinga, þá sé eg ekki, að það atriði bindi, eða eigi að binda oss »frelsingja Krists«, sem var og er og verður fullkomlega frjáls í sannleika og anda; eg sé ekki, að þetta sérstaklega ggðinglega trúaratriðibindi oss frekar en hvert annað lögmáls- boð, sem að eins og eingöngu snerti Gyðingana, eins og t. d. um matar*

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.