Bjarmi - 01.03.1908, Blaðsíða 4
36
B J A R M I
Á nýársdag 1008.
Enn er nýárs svásleg sól
sœvar risin upp frá beði,
Ijómar hgrt um himinból,
hjúpar geislum jökulstól,
vekur lífið skin og skjól
skammdegis er húm ei léði;
altaf guðdóms eilíf sól
örvar hjá oss von og gleði.
Gott hið nýa náðarár,
náðarjaðir, gef oss öllum,
grœddu hinna sjúku sár,
sgrgjendanna þerðu tár,
teiddu, drottinn dgrðar-hár,
degjendur að lífsins höllum.
Gott og farsœlt gef oss ár,
gœzkuriki Jaðir, öllum.
Jón Þorvaidsson.
Árni lögmaður Oddsson.
—o—
(Framh.). í einu fátækramálinu liel'st
Árni svo máls, að hann viti það orð
og vilja guðs, að hver maður eigi að
elska náunga sinn eins og sjálfan sig.
Því næsl vitnar hann til þessarar
greinar í Dómakapítula: »Alt ill skal
hata, en elska manninn af náttúrlegu
eðli, en sálina allra helzt sem sinn
jafnkristinn«, og svo þessarar greinar
i sama kapítula:
»Ef nokkur rýfur þessa skipun, um
fátæka menn, þá bæti hann (yfir) við
guð, er hann vildi eigi hjálpa kristn-
um manni«.
En þó Árni væxá miskunsamur
dómari, þá var miskunn hans aldrei
neitt skálkaskjól; hann fór heldur
ekki í manngreiixarálit. Torfi Ei’Iends-
son, sýslumaður í Árnessýslu, var ofsa-
maður rnikill og óvæginn við almenn-
ing i fjárkröfum og skeytti lítt um,
hvort að lögum var farið eða ekki.
Árni dæmdi af honum embætti og
allar virðingar fyrir meiðyrði, sem
Torfi hafði í framrni við mann á
héraðsþingi og var Torfi frá sýslunni
eitt ár, þangað til konungur setti hann
í emhættið aftur fyrir bænastað Þor-
móðar sonar hans, sem þá var orð-
inn sagnai’itari konungs (Friðiiks III.).
Óhlýðni við gildandi lög áleit Árni
óhæfu, þó að lögin væru ekki góð í
sjálfu sér. Einu sinni komu hollenzk-
ir kaupmenn í Hafnarfjörð, og vildu
verzla við landsmenn. Var þá leitað
úrskuxðar Árna um það mál, en Árni
vildi ekki leyfa, af því að öll verzlun
var bönnuð að lögum við aðrar þjóðir
en Dani. Árni sá þó eigi síður en
aðrir eymd þá og ógæfu, sem einok-
unarlögin leiddu yfir þjóðina. En
eins og sakir slóðu þá, var ólilýðni
við þau lög árangurslaus.
Árni var hverjum manni vinsælli.
Á alþingi 1640 var umhleypingur
nokkur, Aðalsteinn að nafni, dreginn
fyrir dóm á þinginu; hafði hann víða
verið með mælgi og umlestri að vitn-
isburði hænda, og lxafði sagt, að því
er snerli landið alt, að öllum mönn-
um gæti hann eitthvað til klækja
fundið eða saka, nema þremur, og
var Árni lögmaður einn af þeim.
Hann naut og almennrar virðingar
af landsmönnum. Á alþingi 1661 var
honum i einu hljóði falið að gegna
Iögmannsstörfum í báðum lögdænx-
uxxurn (sumian og austan og norðan
og vestan) í forföllum Magnúsar lög-
manns Björnssonai*. Er það ljóst
dæmi þess trausts, sem allur lands-
lýður bar til óhluldi*ægni hans og
réttdæmis.
Þjóðrækni Árna var meira en nafn-
ið tómt. Það sást bezt á Kópavogs-
þinginu 1662, þegar formenn lands-
ins áttu að sverja Fiiðriki konungi
þriðja og niðjum hans trú og holl-