Bjarmi - 01.03.1908, Blaðsíða 5
BJARMI
37
ustu og rita nöfn sín undir einveld-
isskjalið. Höfuðsmaðurinn eða land-
stjóri konungs, Hinrik Bjelke, þurfti
heilan dag eða nálægt þvi til þess að
brjóta Árna til hlýðni við sig, þótt
liann gamall væri, en loks lét hann
grátandi undan hótunum, því höfuðs-
maður liafði vopnaða menn sér við
hönd. Og svo sór hann með öðrum.
Árni skildi það betur en allir aðrir,
að undirskriftin undir einveldisskjalið
var lík því, sem skrifað hefði verið
undir dauðadóm yfir landsmönnum,
svo fáir og örsnauðir sem þeir voru þá.
Þelta gerðist 28. júlí 1662.
Það var og lögtekið að ráði Árna
lögmanns (1652) í öllu lögdæmi hans,
að hver maður, sem reri um vcrlíð,
skyldi greiða lilut til holdsveikraspital-
anna, sem þá voru nýstofnaðir, ein-
hvern þann dag, er vel íiskaðist. Það
var almenningi til heilla, að spítal-
arnir þrifust vel, þvi að holdsveikin
var þá svo afar-almennur sjúkdómur.
Og það sýnir jafnframt vinsældir
Árna, að allur þingheimur samþykti,
að lilutina skyldi greiða, nema Toríi
sýslumaður og annar til. Torfi gekk
ríkara eftir því, að bændur greiddu
hina svonefndu manntalsfiska, þó þeir
væru ólöglegir, af því að þeir runnu
í hans eigin vasa, því hann var á-
. gjarn og áseilinn.
<&
t*að var honum sjálfum að kenna.
Á hverjum degi biðja ílestir af oss:
»Verði pinn vilji!« en kæri lesari! hefir
þú nokkurn tíma íhugað, hvort þú mein-
ar það, sem þú biður um?
Það er sagt, að einhverju sinni hafi einn
af vinum Marteins Lúthers komið til lians
og sagt: »Alt gengur á móti mér; eg fæ
engar óskir mínar uppfyltar; vonir mínar
bregðast og áform mín mishcpnast«. —
»Það er þér sjálíum að kenna«, svaraði
Lúther. »Sjálfum mér að kenna? Hvern-
ig þá?« — »F*ú biður á hverjum degi:
Verði þinnn vilji, og guð lætur vilja sinn
verða; en fyrst þú vilt ekki, að guðs vilji
verði, þá verður þú að biðja: Verði
minn vilji! þvi á meðan þú biður guð
um að hans vilji verði, þá verður þú að
vera ánægður, þegar hann gerir eins og
þú bíður um«.
G. Á. þýddi.
Vei þeim, sem hneykslunum veldur!
(Eftirtektavert).
—o—
í litlu þorpi i Pensilvaníu, lá fyrir
til úrslita tillaga um vinveitingaleyíi
margra vínsölustaða á komandi ári.
Tillagan fór fram á sama vinsölu-
staðafjölda og áður og hafði mikið
fylgi, lá nærri að hún væri samþykt,
eins og hún var. Kom þá fram kona
nokkur fátækleg og bað leyfis að
segja fáein orð; þegar henni var veitt
það, mælti hún:
»Þér vitið hver eg er. Einu sinni
þektuð þér mig; ég var þá húsfreyja
á einni stærstu eigninni hérna. Eg
átti elskuverðan eiginmann og fimm
sonu, svo engin kona eða móðir gat
verið hamingjusamari en eg. Nú eru
þeir allir sex með tölu komnir í
gröíina sem drykkjumenn.
Hvernig urðu þeir drykkjumenn?
Það vitið þér, herrar mínir; þér vor-
uð hérumbil allir daglegii gestir á
heimilinu og drukkuð með þeim, og
læknirinn þarna sagði: Drekkið þið
bara, en í hófi, þið hafið gott af því.
Djákninn, sem situr þarna, seldi
þeim áfengið, og nú er jarðeign okk-
ar og alt, sem við áttum, hans eign.
Eg hefi nú talað út, og verð að
fara til heimilis míns; það er nú fá-
tækrahælið. En við mætumst síðar
fyrir dómstóli Drottins, herrar mínir,
og þar verðið þér að standa reikn-