Bjarmi - 15.04.1908, Side 12
68
B .1 A R M I
viss um það, þvi það hefir orðið mér
til góðs«.
»Segðu mér frá því, segðu mér frá
því lljóll!« kallaði Patrick aftur á
móti. »Ó, ef að ég að eins vissi af
einhverju, sem yrði mér til góðs!«
»Taktu nú eítir! nú segi ég þér
það: »Því svo elskaði guð heiminn,
að liann gaf sinn eingetinn son, til
þess að liver, sem á liann trúir, ekki
glatist, heldur hafi eilift líf« (Jóh.
B, 1(».)«
Fyrir þessi orð trúði Patrick og
byrjaði þegar á dauðastundu sinni
eilífa lífið.
Sj. J. þýddi.
Eins og móðirin huggar barn sitt.
I Búa-stríðinu í Suður Afriku, varð
ungur lierforingi hættulega sár. IJeg-
ar þessi fregn barst heim til móður
hans á Englandi, þá varð hún rnjög
hrygg og mædd. Hún var hnígin á
efra aldur, og hafði aldrei á æfi sinni
ferðast til annara landa. En hvað er
það, sem móðir ckki gerir fyrir barn-
ið sitt? Hún fór lil Lundúna, og
lók sér þar far með skipi, þessa
löngu leið. Nú reið á, að liún kæmi
ekki of seint.
Hún leitaði uppi sjúkrahúsið, þar
sem sonur hennar lá, og bað yfir-
læknirinn leytis, að hún fengi að sjá
liann. Læknirinn leit á gömlu harm-
þrungnu konuna með meðaumkun,
og sagði: »Góða kona, mér er ekki
um það, því nú orðið megum við
ekki leyfa neinum að heimsækja
sjúklingana. Þar að auki er sonur
yðar hællulega veikur, og hann gæii
dáið af geðsliræringu, ef hann sæi
yður.
»Sonur minn dauðvona, og ég
fæ ekki að sjá hann!« sagði móðir-
in með skjálfandi röddu, og augu
hennar fyltust tárum.
Sjálfur átti læknirinn móður
heima, og þegar hann mintist hennar,
þá sagði hann að lokum: »Ég ælla
þá að leyfa yður að sjá son yðar;
en þér verðið að lofa mér því, að
láta liann ekki sjá yður, og tala ekki
við hann. Þér verðið að standa fyrir
l'raman hlífina, sem stendur við rúm-
ið lians«.
Nú fór læknirinn með móðurina
inn í sjúkraherbergið; hún slóð bak
við hlífma og horfði á barnið sitt. '
Af hitasóttinni, sem í honum var,
]>ylti hann sér á ýmsar hliðar í rúm-
inu. All í einu kallaði hann upp:
»Mamma, mamma!« Heldur hann,
að hann sé nú aftur orðinn barn,
sem leikur sér í kjöltu móður sinnar?
Móðirin — hún hefði nú raunar
ekki átt að gera það, en hún gat ekki
látið það vera — rétti út hönd sína
og lagði liana á ennið á veika syn-
inum sínum. Þá opnaði hann alt í
einu augun og kallaði: »Mamma,
mamma! eil þú komin hingað?
Hann dó ekki al' geðshræringu. í
faðmi móður sinnar féll liann í fast-
an svefn; og upp frá þeirri stundu
fór honum daghalnandi.
»Eins og móðirin huggar barn
silt, eins skal ég hugga yður«. (Es.
6(5, 13). Þeir eru til, sem álíta, að
[>að sé hættulegt að komast í of náið
samband við Guð. En það er þvert
á móti. Þá fyrst, er sálin hvílir í
örmum guðs, huggast hún; hjartað,
sem er heitt af náð guðs, linnur frið,
og þá fer fyrst að batna hagur manns
í raun og veru.
(/. A. þýddi.
♦