Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 3
B .1 A R M I. níu, sem ekki viltust. Það er ekki vilji föðursins á himnum, að nokkur af smælingjunum glalisl. (), hvað vér höfum ástríkan frels- ara! Hann elskar alla, en mest elskar hann smælingjana og þá, sem ekkert megna sér til hjálpar. Hann neitaði sér um dýrðina á himnum, til þess að koma hingað niður á jörðina lil að leita að hinum týndu. Hann gekk elskunnar beinu hraut, og hann afklæddi sig dýrðinni og gerðist lítil- mótlegri en hinir veiku hræður, til þess að liann gæti leitt mörg, mörg börn til lífsins. Vér getum allir ált von, sem treystum honum. (), að vér gætum allir bevgt kné vor fvrir þessum mikla og dásamlega drolni vorum og meistara í ríki kærleikans, svo hann geli fengið að fara með oss el'tir vilja síns liimneska föður og gert oss með sér erfingja dýrð- arinnar. »Mitt hjartað þyrsta svalar sér og saðning öndin fær hjá pér, minn Jesú, l)líði bróðir, og friðarskjól par eilílt er, ó, Jesú, Jesú góði.« Um trúmál og kristindóm eftir A. B. I3ar sem ég, er þetta rita, er nú kominn á níræðisaldur, og hefi því yfir tiltölulega langan tíma lil baka að líta, þá hygg ég, að það eigi ekki illa við, að ég beri saman trúrækni manna og trúmálaskoðanir á æsku- árum mínum við það, sem nú er — að því leyti sem mér er kunnugt. í æsku minni heyrði ég ekki tal- að iim neinn ágreining um trúarelni hér á landi. Menn voru alment trú- ræknir, sóttu vel kyrkjur, voru lil altaris og höl'ðu guðsorð um hönd í heimahúsum. Kyrkjurnar voru skoð- aðar sem helgistaðir, og presta siua elskuðu menn og virtu. Ræðum þeirra veittu menn alvarlega eftirtekt, og óefað höfðu margir uppbyggingu af þeim — af því menn vildu það. Ekki var þá efast um, að öll ritn- ingin væri innblásin af guði. Og fyr- ir það höfðu kenningarnar, sem á henni voru bygðar, meiri og betri á- rangur. í stuttu máli: Þá lifðu menn í sinni barnatrú og voru sælir í lienni. Að vísu bafði Magnús Step- hensen þá haft skifti á sálmabókinni og grallaranum og um leið á »heim- inum« og andskotanum. En ekki virtist það halá mikil áhrif á trúar- líf manna. Biblian var lesin eftir sem áður, og Vídalínspostilla og Passíusálmarnir voru sungnir og enda lærðir af mörgum. Nýju sálmarnir voru líka sungnir og vöktu engar efa- semdir. Trú manna var hrein Lút- erstrú eftir sem áðnr; bókstafstrú að vísu, en samt helg og siðbætandi barnatrú. En ekki leið langt, þar til er bóla fór á sértrúarkenningum. Mætti fyrst netna rit Magnúsar Eiríkssonar. En þar eð ekki bar á, að þau hefðu nein áhrif, tala ég ekki lleira um þau. Þá er kaþólska trúboðið, sem síð- an hefir haldið hér áfram, og gerir það enn. Mannúðlega kemur það fram, en þó verður því ekki mikið ágengl. Munu menn eiga bágt með að trúa því, að syndugur maður, pátinn, geti verið óskeikull, eða að hann geti lekið svo að segja fram fyrir hendur á guði og fordæmt menn með bannfæringu, er gildi um eilífð, og á hinn bóginn fyrirgefið svndirnar. Dýrkun helgra manna mun líka þykja nokkurskonar af- guðadýrkun, og lleira i kaþólsku trúnni mun mönnum sýnast ósam- kvæmt ritningunni. Pá er Mormónatrúl)oðið. Þessi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.