Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 7
B J A R M I 31 slarfs, og flestum kirkjum fylgja fundar- salir, sem þeim eru ætlaöir; var íariö aö nota þá núna um nýárið, meðal annars til þess að veita þar ókeypis fæði og gisl- ingu íjölda atvinnulausra þurfamanna. — En samt sem áður eru fjölda margir Kaupmannahafnarbúa, sem aldrei koma i kirkju og miskilja allan kristindóm. - Spillingin er svo viðbjóðsleg að íimti hver karlmaður er með kynferðisveikindi að sögn læknanna, og saurblaðamenskan er svo ósvífin að nú eru samtök mynduð um alla Danmörku til að hnekkja henni. Kristnir áhugamenn hafa ekki legið á liði sínu, en gjárnar eru stórar orðnar milli trúar og vantrúar, eins og bezt hefir komið í ljós á umræðufundum ]>resta og jafn- aöannanna. Nokkur undanfarin ár hafa verið haldnar vakningasamkomur i ýmsum stærstu sölum borgarinnar, og þangað sótt fjöldi manna, sem aldrei koma i kirkju, og eru það einkum 2 prestar Fibiger og Mollerup, sem stofnað hafa til þeirra og eru þeir báðir áhugamenn og mælsku- menn í bezta lagi. I síðastliðnum mánuði, 10—24 jan. héldu þeir 14 vakningsamkom- ur i »Lörups Ridehus«, sem rúmarðþús. manns, og brá þá svo við að þar sem llest öll dagblöðin höfðu áður naumast getið þessa starfa að nokkru, þá fluttu nú nærri öll l)löðin langar vingjarnlegar greinar um vakningarsamkomurnar — nema »Politiken«, sem liæddist að þeim og »Social Demokraten«, sem gat þeirra að engu. Pað þótti nýstárleg sjón í Höfn 8. janúar að sjá 32 menn ganga hvern á eftir öðrum um götur borgarinnar með slór- ar. auglýsingar um samkomurnar, eða dag- inn eftir, þcgar sömu auglýsingamenn fóru á hifreiðum um alla horgina, enda komu svo margir fyrsta kvöldið, að fundarsal- urinn og stór kirkja i nágrenninu urðu troðfull. 80 þús. voru prentuð af sálma- kverinu, sem sungiðvarí—»Lommesang- hogen« 118 sálmar á 10 aura —og30þús. al' ágætu riti er heitir: »Hvorfor jeg igen blev en Kristen« (verð 25 aurar) auk als annars. 300—400voru i söngflokknum, sem studdu samkomurnar rækilega, og auk þess fjölda margir trúaðir menn og konur reiðu- búin til að leiðbeina leitandi fólki áeftir. — Samkomurnar voru allar mjög vel sóttar og margir tóku þá nýja stefnu. l’eim þótti engin miiikuu nð því. Frétta- ritari lilaðs eins i Washington D. C. grensl- aðist eftir því í fyrra, hvað þingmenn Bandarikjanna lieiðust að í frítímum sin- um. Eftir því sem hann komst næststörf- uðu 27 úr • öldungadeildinni og 136 úr fulltrúadeildinni að kristindómsmálum, ýmist við sunnudagskólastarf eða ung- lingafélags-starf. (»Framtíðin«). Prá Ameríkn. Einn af vinum vorum vestra liefir vakið eftirtekt vora á óheppi- legum misskilningi í stuttri fréttagrein í blaðinu 15. nóv. f. á. Vér prcntuðum þar eftir nýkomnum I>ögbergs-l)löðum að sira Jón Bjarnason í Winnepeg liefði gefið söínuði sínum upp 700 dollara skuld, en gættum þess ekki að greinin í »Lögberg« var endurprentun eftir 20 ára gömlu »Lögbergi.« Á síðari árum hefir liagur þessa safnaðar verið svo blómlegur, að engin þörf hefir verið slikra gjafa. Af hverjum 1000 liðsmannaefnum eru ólæsii': í Danm., Norv. og Sviþ. 1 eða 2, i Hollandi 23, i Frakklandi 45, i Belgiu 100, i Astralíu 250, í Ítalíu 335, i Rússlandi um 025 og i Serbiu um 800. Smúvegis. Pað er ekki æfihlulverk kristins manns, að grenslast eftir sönnunum fyrir eilifa lífinu, heldur það, að hann sé sjálfur sönnun, gefi óræka sönnun fyrir þvi, að eilífa lílið sé til og það þegar hérájörðu. Pað eru heiðingjarnir, sem spyrja um sannanir. Rindesböl. Ivristinn verður maður að vera, en ekki til að skilja alla liugsanlega hluti, bæði á himni og jörðu, heldur af því, að hver maður á að deyja. Turgenjew. Stuttorð spakmæli met eg mikils, eink- um þau, sem koma mér til að horfa yfir það, sem sýnist vera hvað á móti öðru og koma því i samræmi. Goelhe. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 0.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.