Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ III. árg. Reykjavík, 15. febr. 1909. »Leyfið börnunum að koma til min. Mark. 10, 14.« Ixifðu Jesú (úr sænsku). Liföu Jesú ¦— ekkert annað er og verður lifsins hrós, fórna honum, enguiu öðrum, allra fyrstu hjartans rós! Lifðu Jesú — heimsins hylli, heiður, snilli, frægðarglans anda þínum aldrei gefa einnar stundar frið seni hans. Lifðu Jesú — sálum safna sólargrams und merkisstöng, vinn, því óðum værðin kemur, verkaslundin ei er löng. Ótal þúsund þreyttar sálir þyrstir eftir drottins náð, fær þeim, geí þeim í'regn um Jesú, f'yr enn nóttin byrgir láð. Seg þeim, hvað þú sjálfur reyndir, sjálfur veizt og þreifar á, um hans kærleik, um hans dæmi, um hans lífgun dauðum frá. Lifðu Jesú — helga honum hug og vilja tregðulaust, vinn með fylgi vor og sumar, vinn þú eins, þó kólni haust. Gef þig allan — að hans vilja, allan — allan gaf hann sig, þegar smáður, hrakinn, hrjáður heimsins þræddi raunaslig. Gef þig allan — gæt þess, engan gjafar þeirrar iðra vann; lifðu Jesú, unz þinn andi uppi' hjá guði finnur hann. Mailh. Joch. (eftir handrili sira 'óns Porvaldssonar á Stað). Smælingjarnir. (Matt. 28, 1—10 jj Lærisveinar Jesú gengu til hans og mæltu: »Hver er mestur í riki himn- anna?« En hann kallaði barn til sín og setti það meðal þeirra og sagði: »Nema þér takið sinnaskifti og verðið eins og börn, munuð þér ekkt koma í himnaríkk (v. 1.—3.). Hvers vegna á maður að verða eins og barn, til þess að komast í himnaríki? Af því að enginn á að brjótast inn í það með valdi né held- ur getur það; það er náðargjöf guðs. wÞað er ekki yður að þakka, heldur er það guðs gjöfa (Efes. 2, 5). Það er arfur. »Komið hingað, blessuð börn míns föður, og eignist það ríki, sem yður var búið, áður en veröldin var grundvölluð«. (Matt. 25, 34). En í hverju tilliti getur maðurinn orðið eins og barn, til þess hann komist í himnaríki? Maðurinn á að verða hjálparvana eins og barn, til þess að guðs andi fái leyfi til að taka oss og leggja oss í faðm Jesú. Vér eigum að taka sinnaskiflum, til þess að fórna höndum til bæna og beygja vor kné.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.