Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 5
B .1 A R M I. 29 dóm í málinu; en að lokum hug- kvæmdist honum þó, hvernig hann skyldi ráða úr þessum vanda. Hann skipaði þá svo fyrir, að reka skyldi sauðina, sem um var þráttað, heim á bala þar í grendinni, og svo skyldi sá, er kvaðst eiga sauðina, ganga út og kalla á þá, en hinn skyldi vera inni á meðan. Og svo var gert. Eigandinn reyndi á marga vegu að iokka til sín sauðina, en það var ekki sjáanlegt, að sauðirnir gæfu því nokk- urn gaum. Það var sem sé auðséð, að þeir þektu ekki raust hins ókunnuga. Nú skipaði dómarinn, að sá, sem talinn var þjófurinn, skyldi gera sönni tilraunina. En óðara en hann kallaði, hlupu allir sauðiruir til hans, sleiktu á honum hendurnar og leituðust við að láta gleði sina í Ijósi á allan hátt yfir því, að þeir höfðu fundið hann aftur. Nú höfðu veslings skepnurnar sjálfar skorið úr málinu, og hinn hygni dómari staðfesti þennan úrskurð. En hvað þetta staðfestir orð drott- ins Jesú um hirðinn: »Hann kall- ar á sauðina með nafni« o. s. frv. (Jóh. 10, 3—5). Ungur í annað sinn. Nýársnóttin er mörgum manni hlessunarrík. Einu sinni stóð gamall maður úti við gluggann í baðstof- unni á nýársnótt og horfði ýmist upp í þéttstirndan himininn eða út á ís- Ienzka hjarnið, sem alt var tindrandi af stjörnuljósinu, út í næturkyrðina; honum fanst enginn myndi vera gleði- snauðari en hann í heimi þessum. Hann var nú kominn á grafar- bakkann. Nú leit liann yfir liðna æfi; en hún hafði farið til ónýtis; hann sá ekki annað en livert glappa- skotið af öðru og hverja skylduvan- ræksluna af annari. Nú var hann farinn að heilsu, þrotinn að efnum og hann var fullur iðrunar. Hann mintist nú þess, bve sæll liann hel'ði verið í foreldrahúsunum, og þá rann- honum svo til rifja óforsjálnin lians á liðinni æíi, að hann fórnaði upp höndum og andvarpaði með orðum skáldsins: »Varlegar þá víst ég stýra skyldi voðastraumi lifsins í, ef mér leyfa Ijúfur drottinn vildi líf mitt al’tur byrja’ á ný«. En livað tjáði það? Gat hann orðið ungur í annað sinn? Hann mintist nú æskuvina sinna; þeir liöl'ðu verið svo vel rnetnir og hamingjusamir, og hann sagði með sjálfum sér: »Ég hefði nú gelað verið eins ham- ingjusamur, ef ég liefði hlýtt guð- rækilegum heilræðum og kenningum foreldranna minna sálugu. Tárin streymdu niður eftir kinn- unum á honum og hann andvarpaði aftur og mælti: »Komdu nú aftur æskan mín fagra O, komdu nú aftur«. Þá kom honum í hug þetta fagn- aðarríka fyrirheiti frelsarans: »I'ann, sem lil mín kemur, mun ég als eigi burtu reka«. Æskan kom í annað sinn. Endur- minningarnar um liðna æfi voru nú ekki annað en ljótur draumur. Synd- ir hans voru nú fyrirgefnar vegna Krists, þeirra skyldi nú aldrei verða minst að eilífu. Hann var ungur enn; allar endurminningarnar voru draumur, nema þelta, að hann hafði vikið af vegi dygðarinnar og réttlætis- ins langa æli og verið ótrúr ráðsmað- ur margvíslegra gjafa guðs. En hann þakkaði guði fvrir við- vörunina, sem guð gaf honum á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.