Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.03.1909, Blaðsíða 4
44 BAJRMI. um, söguna af því, hvað sér liefði farnast vel, og að endingu sagði hann, að með fargjaldinu, sex dollurunum, sem hann hefði greitt sér, hefði það fyrst verið viðurkent í verki, að hann hefði unnið meðbræðrum sínum gagn«. IJessi saga um fyrsta fargjaldið, sem Fulton greiddist, gerist enn, þó hún komi fram í ýmsum myndum. Hún er líka ein af íslendingasögun- um. Það er margt kallað »heimska«, sem síðar verður ttl liinnar mestu nytsemdar. En þeir, sem hafa »heimskuna« þá i smíðum, láli sér í hug koma fyrsta farþegann lians Fultons, sem greiddi fyrsta fargjald- ið. Hvert það verk, sem er unnið af sönnum mannkærleika, fær sín laun að lokum. — Samverjar fyr og nú. Enn í dag eru til leifar af þessum merkilega þjóðílokki; eiga þeir heirna á sama slað og forðum í borginni Sikem eða Síkar, sein nú lieitir Nab- lus ogstendurvið rætur tjallsins Gari- zim. Peir eru sérstakur söfnuður, eitt- livað 150 talsins. I5eir tala Araba- tnngu, en enginn hlulur er þeim þó helgari en handrit það af Mósehók- unum, sem þeir geyma. teir full- yrða, að það handrit sé skrifað af Pineas presti, Eleassonar, Aronssonar æðsta presls (4. Mós. 25, 11). Þessar samversku Mósehækur þektu menn ekki hér í álfu fyr en fyrir rúmum tveimur ölduin siðan. Lengi var það ætlun manna, að þetta hand- rit (Nablus-handritið) væri elzta hand- ritið af Mósebókum. En nú ætla ilestir, að sé það gert eftir 70 manna þýðingu Gyðinga, sem gerð var i Al- exandríu 130 f. Kr. Auk Mósebók- anna er kallað að Jósúabók sé líka í þessu liandriti, en hún er augljós til- búningur. Sérstaklega er það í tíma- talinu, sem hebresku bókunum og þessum Samverjahókum her mikið í milli. Málið er sambland af hebresku og kaldeisku. Samverjar halda Móselög afarstrang- lega, einkum hvíldardaginn, og það svo, að þeir fyrirlíta Gyðinga fyrir, hvað þeir slái slöku við því. Fjórum sinnum á ári ganga þeir í hátíðlegri skrúðgöngu upp á Garizim-fjall og lesa þá upp lögmálsbókina á göng- unni. Á páskakvöldinu fórna þeir 7 lömbum og hið sama gera þeir á hin- um hátíðunum: hvítasunnu, laufskála- hátíð og friðþægingarhátiðinni. Margt þykjast þeir geta sýnt frá fyrri tím- um : staðinn, þar sem Abraham ællaði að fórna syni sínum, steinana, sem Jósúa tók upp úr ánni Jórdán (Jós. 4); segja þeir, að þeir steinar eigi að slanda þar, þangað lil leiðtoginn, hinn þráði Messías, kemur. Borgin Sikem (Jós. 20, 7) eða Sí- kar (Jóh. 4, 5 = Lygiborg, líklega nefnd svo af Gyðingum) stendur á Efraimsfjalli í Samaríu, hér um bil 5 mílur fyrir norðan Jerúsalem. Hún liggur í mjóu dalverpi i fjöllunum, ákafa frjósömu og vatnsríku. Þar eru ræktaðir ýmsir suðrænir ávextir: per- síkur, apríkósur, granat-tré, rósir, myrtusviður og ólífutré (smjörviður). Dalverpið er norðaustanvert við rætur Garizimfjalls (Dóm. 9, 7), milli þess og Ebalsfjalls. Sjálf borgin stendur á hæð einni lítilli og lalla þaðan vötn Lil auslurs, ofan í Jórdanardalinn og önnur til vesturs, í Miðjarðarhaf. íbúarnir eru 8000 : Samverjarnir, álíka margir Gyðingar og 500 grísk- rómverskir; hitl eru Tyrkir. Nú er þar kominn evangeliskur söfnuður. Fjöllin Ebal og Garizim gnæfa við himni til norðurs og suðurs, 800 feta »

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.