Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.1909, Blaðsíða 4
92 B J A R M I aði ég að hlífa þér við — við —. Já, það er bezt að segja eins og er — þú ert góður drengur, Jjúðvíg, þýður og vingjarnlegur — því gleymi ég ekki, eins og þér er kunnugast; en þú ert nú dálítið uppstökkur og af því að þetta mál hefir gert þér taisvert órótt í skapi, þá þótti mér ekki ólíklegt, að þú gætir ekki stilt þig, ef Páll hefði nú ekki verið al- veg eins og þú vildir. Og það hefði þá verið hálfóviðfeidið, og meira að segja getað komið sér illa, ef slíkthefði kom- ið fyrir fyrsta daginn — þess vegna tók ég mér leyfi til að tala dálítið við hann“. „Nú, jæja, hvað hafðirðu þá upp úr honum?“ mælti sandgæzlustjórinn, nokk- uð stuttur í spuna. „Ég komst að því, að hann er alira bezti piltur, og að því er trú hans snertir, þá getur verið, að hann sé — já, hvað á ég nú að kalla það — dálítið öfga- fullur. Nú, eins og ég sagði, þá varaði ég hann við því að fara út fyrir hin réttu takmörk. Ég ræð þérlíka að láta ekki á neinu bera að svo stöddu, að minsta kosti ekki fyr en einhver veru- leg ástæða er til að álasa honum. Ég hefi beztu vonir um, að alt falli í ijúfa löð; taktu eftir sögu minni". Sandgæzlustjóri lét sig það litlu skifta, sem hún sagði; en hann lét sér þó skilj- ast, að ráðlegast mundi að láta fyrir- skipanir sínar bíða, þangað til veruleg ástæða væri til að láta þær uppi. Hann einsetti sér, að hafa augun hjá sér þangað til. (Frh.). Kenningarfrelsi, »Kenningarfrelsi« er nú haft á orði stöku sinnum. Sumir ætla, að því er mér virðist, að með því myndi fást lieilmikil meinabót við áhuga- leysi í kristindómsmálum. En ekki er auðvelt að sjá af því, sem enn er fram komið, hvað við er ált með kenningarfrelsj. I’að er ekki sennilegt, að við það sé ált, að hver sem vill, fái frelsi til að prédika í nafni kristindómsins eða kyrkjunnar, livað helzt sem lionum detlur í hug. En svo mikið er víst, að sumir vilja ekki vera hundnir við játningar- rit kyrkjunnar, telja þau leggja óþarfa og skaðlega fiölra á menn o. s. frv. Eg er nú að mestu ókunnugur játningum kyrkjunnar á ýmsum tím- um, og læt þvi það mál lilutlaust. En ekki fæ eg séð, hvernig nokkur sá, sem trúir vitnisburði postulanna, gelur nokkuð fundið að hinni poslul- legu trúarjátningu. Því að það er kunnugra en frá þurfi að segja, að hverri setningu í henni er liægt að finna skýran stað í frásögum og kenn- ingum postulanna. Hitt varðar meiru, að gera sér það ljóst, að kenningarfrelsið í kristinni kyrkju, hlýtur að vera takmörkum hundið, eins og alt annað frelsi. Kristileg kyrkja er félag, slofnað af Jesú Kristi, með ákveðnu stefnunriði, því, að hoða öllu mannkyni aflur- hvarf ogfyrirgefningusj'ndanna, lilþess að hver og einn geti öðlast guðs ríki i huga og hjarta tímanlega og eilíf- lega. Nýja testamentið skýrir nú frá því, hvernig Jesús Kristur og postular hans unnu að þessu takmarki og hvernig þeir ætluðust til, að að því væri unnið; í því efni er elcki eftir neinu öðru að fara. Það virðist því eðlileg krafa, að hver sá, sem gefur sig til þess að vera starfsmaður kyrkjunnar, skuli háður þeim takmörkum og þeirri stefnu, sem kyrkjunni eru sett af stofnanda hennar, rétt eins og þess er krafist af hverjum félagsmanni í hverju lögbundnu félagi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.