Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 3
B J A R M I 147 kristna«, því að hún flnnur, að þeir eru vexti hennar og viðgangi hættu- legastir. Margir hafa víst tekið eftir því, að nýja kyrkjan er varnarlaus, ef »van- trúarmaður« ræðsl á vígi hennar. Það kemur af því, að hún hefir áður svarist í fóstbræðralag við Einar Hjör- leifsson, sem hvorki er »kristinn né heiðingi«. Þess vegna her vantrúar- maðurinn enga virðingu fyrir henni. En ef liún sætir réttmætum aðfinn- ingum réttkristinna manna, þá er Einari Hjörleifssyni að mæta. Getur nú enginn séð, að eitthvað er bogið við þetta? Einar er heillaður af Campbell presti í Lundúnum (sbr. Bjarma 2. ár, bls. 79—80). Campbell þessi gefur það ótvírætt í skyn, að hann sé nijr Kristur, og er fullur »nýrrar guðfræði« og »andatrúar«, eins og W. Stead. Undir vængi þessa Krists vísar nú Einar leiðtogum kyrkjunnar, vinum sínum, þegar »heimskingjarnir« ráðast á þá, heimskingjarnir, sem ekki kann- ast við neinn annan Krist en Jesú frá Nazaret, og ekkert annað lögmál sér til sálulijálpar en hið »fullkomna frelsislögmál« hans. Vér, sem kristnir viljum vera í raun og veru, trúum því, og höfum reynt það, að fagnaðarboðskapur Krists sé jullkomið frelsislögmál lianda mann- kyninu og þar komist aldrei nein »framþróun« að, því að verk Krisls er ekkert hálfverk. En alt frá því er kristin kyrkja hófst, þá liefir fagnaðarerindi Krists ýmist verið aukið með mannasetning- um eða skert með því að fella meira eða minna burt af því og setja mann- legar hugsanir í staðinn. Bak við allar slíkar »stefnur«, hverju nafni sem þær hafa nefndar verið, hefir ávalt búið uppreisnarandi gegn Kristi sjálfum. Orðum Jóhannesar skírara: »Hann á að vaxa, eg á að minka«, liefir verið vikið við og liugsað og sagt: vKristur á að minka, vér eigum að vaxaa. Þetta er undirrót allrar mótstöðu gegn Kristi og fagnaðarerindi hans, bæði fyr og síðar. Vér höfum nú reynt að gjöra þetta mál svo ljóst sem oss er auðið í svona fáum orðum. Hvern dóm mennirnir leggja á það er oss fyrir minstu. Guðs og samvizku vorrar vegna hljót- um vér að segja söguna, eins og hún hefir gengið og gengur enn. Vinur er sá, er til vamms segir, og ekki veldur sá, er varir, þó ver fari. Og svo viljum vér að endingu spyrja alla sanna þjóðvini, hvort sem þeir eru með oss eða móti í trú- málum: Hvar eru góðu ávextirnir af starfi þessarar nýju kyrkju meðal þjóðar vorrar nú á síðari árum? Hvar eru þeir í liugsunarhætti og ytra lífi þjóð- arinnar? Hvar er allur »friðurinn, einingin, sannleikurinn og kærleikur- inn« í pólitíkinni, í viðskiftalífinu og heimilislífinu? Kristin kyrkja á vera Ijós og sall þjóðfélagsins. Hefir nú þessi nýja kyrkja verið það eða er hún líkleg til að verða það? Vér biðjum alla hygna menn og gætna að hyggja grant að þessu. Hér er hvort sem er um — mesta alvörumálið að ræða. Páll. Saga eftir N. P. Madsen. (Framh.). „Til þess að veiða enn þá meira upp úr honurn", mælti Berta og reyndi að brosa. „Nú jæja — eg fæ víst að heyra við tækifæri, hvers þú hefir orð- ið vísari. En eftir á að hyggja — eg var alveg búinn að gleyma því, að eg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.