Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1909, Blaðsíða 8
160 / B J A R M I gjöld 380 dollarar. Meðlimir kristi- legra ungmennafélaga voru 971. 2 söfn- uðir gengu í kyrkjufélagið á fundin- um og 2 guðfræðingar tóku prests- vígslu. í lieiðingjatrúboðssjóði voru nærri 2 þús. dollarar. Kyrkjufélagið kostar 2 drengi á Indlandi á kristniboðsskóla þar. Uppeldi hvers þeirra koslar ein- ungis 30 dollara árlega. 2 söfnuðir, Tjaldbúðasöfnuður í Winnipeg og Garðar-söfnuður í N.- Dakota bafa síðan sagt sig úr kyrkju- félaginu, út af því að »nýja guðfræð- in« varð undir á kyj-kjuþinginu, en aftur hefir rninni hluti Garðars-safn- aðar myndað nýjan söfnuð, Lúthers- söfnuð, sem eindi'egið fylgir stefnu kyrkjufélagsins. — — Svo er ski’ifað að vestan, að minni hlutinn á lcyrkju- þinginu, og þó einkum séra Fr. Berg- mann, xæyni eftir fremsta megni að ltljúfa kyi'kjufélagið, en verði tiltölu- lega lílið ágengt. Ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir dvelur enn sem fyr ýmist í Ki’istjaníu eða Aasgaardsstrand,— utanáskrift hennar er: Frk. Ólafía Jóhannsdóttir Aas- gaardsstrand Noi’ge. — Hún starfar að bjöi'gunarstax'íi rneðal kvenna í Kristjaníu, og hefir mánaðai'þóknun frá Hvitabandinu í Noregi. — Hún var glöð og hress, er ég hitti hana í Noregi í sumai’, eins og fyr, og gagn- tekin af ki'istindómsáhuga. — Það er ekki annað en hrein og bein ósann- indi, sem einhverjir liafa vexáð að breiða út hér á landi, að hún liafi vei'ið sinnisveik ei’lendis og því ekki mátt hverfa heim aftur. En hitt er satt, að líkamskraftar hennar eru harla veikir enn, hún má t. d. ekki boi'ða nema sérstaka fæðu og ekki koma á sjó að sinni, svo að melt- ingai’veikleikinn, sem var nærri orð- inn banamein hennar, taki sig ekki upp aftur við sjóveikina. »Droltinn hefir veitt mér það, að heixnþráin er mér engin byrði, en þó er mér hentast, að fornkunningjar ís- lenzkir, sem heimsækja mig, dvelji ekki alt of lengi með mér, svo að hugur minn leiti ekki um of vestur uxri haf«, sagði hún, og bætti við: »Heilsaðu landinu okkar, heiisaðu löndum okkar og heilsaðu umfram alt bræðrum og systrum í Drotni. -- Eg bið fyrir ykkur hvern einasta dag. -----Og kem þegar Drottinn Ieyfir«. Sigurhjörn Á. Gíslason. Leiðrétting. Það liefir gleymst að geta þess, að í greininni: „í hvaða kyrkju erum vér íslendingar ?“ í nr. 17, hafa orðið orðaskifti þannig, að „ungi Lúther11 á að koma í stað: gamli Lúther, á bls. 230 neðar- lcga, en orðin: gamli Lúthor, eiga að vera í næst síðustu línu á sömu bls. Á r sl m o t , 5. ár, nxeð fyrirlestrum og gi-einilegri fundarskýrslu frá siðasta kirkjuþingi Vestui'-íslendinga, sem mestar umræður hefir vakið í blöðunum, fásl hjá S. Á. Gísla- syni í Reykjavík og kosta að eins 75 aura. BJARMI, kristilegl heimilisblað. Kemur út tvisvar i mánuði. Kostar hér á landi 1 kr. 50 a. og 75 ccnt í Ameríku. Borgist fyrir 1. júlí. — Útsendingu afgreiðslu og innheimtu annast Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Rilstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.