Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 7
B J A R M I 183 Raddir almennings. n. Merkur prófastur skrifar 16. f. m. »Ég sé vel hið yfirvofandi stríð, sem þegar er byrjað, og ég hræðist hina geyslfarandi afneitunarstefnu, sem þegar er svo langl kornin að mér ofbýður,.........Eftir mínum skilningi er nýja guðfræðin svo fjar- læg og fjarskyld liinum gamla og góða nýjatestainentis kristindómi, að hún væri réttast skoðað teljandi hoð- beri nýrra trúarbragða, trúarhragða án opinberunar.......... Ég man það svo vel fyrir svo sem 10 árum þá er kritíkurhreimurinnþýzki náði fyrst ströndum þessa lands, þá var viðkvæðið: að þetta gilti bara G. T., alt öðru máli væri að gegna með N. T. Svo þegar l'arið var að hrófla ofurlítið við N. T., þá var það per- sóna Krists með kraftaverkum hans, sem var álitin eins og friðhelg, en nú er svo langt runnið á hálkunni, að fram hjá þessum vitum er komið, og innan skams verður kveðinn upp dómurinn, sem allar »præmissurnar« heimta, þessi: Kristur var bara mað- ur eins og við hinir, auðvitað einn af þeim heztu, segja þeir — til að mýkja málið ...... III. Roskin kona nyrðra slcrifar 25/o þ.á. »Mér Iíkar hæði »Sameiningin« og »Bjarmi« vel, það er gleðilegt að þau skuli standa stöðug á verði fyrir okk- ar góðu og gömlu trú, þrátt fyrir það þó margir álíli þau þröngsýn fyrir það. Trúin er ekki eins og tízkan, að hún geti stöðugl breyzt eins og bezt þykir við eiga. Vonandi verður »nýja guðfræðin« að lúta i lægra haldinu. Kristna trúin liefir orðið fyrir meiri árásum en það og hefir samt sigrað. — Sendið mér 2 eða 3 eintök af »Bjarma« í viðbót við það, sem ég heíl. Mér væri mikil ánægja ef ég gæti útbreitl hann, og mun gera það eftir megni«. Beztu þökk fyrir kveðjuna, belur að margir sýndu svo framkvæmdar- saman kærleika til góðs málefnis. Ferðamolar. Eftir S. Á. Gíslason. „Skiluðuð þér kveðjunni til prestsins, som eg mintist á við yður fyrir 4 árum ?“ sagði Anclersen siómannatrúboði í Sæby við mig í sumar,er eg var í Sæby. — „Nei, Kveðja til eg gat það naumast fyrst þér prestsins N.N. gátuð eklci sagt mér livað prest- urinn hét eða prestsetur haus“, svaraði eg. Hann lagði að mér að finna samt ráð til þess, og set eg því frásögn hans hér, ef presturinn kynni að vera einn af lesend- um blaðs vors. „Fyrir mörgum árum var eg á fiskiskipi við strendur íslands11, sagði liann. „Landið þótti mér fagurt og fritt, og málið ykkar var eg farinn að skilja dálítið, en kannast má eg við það, að fyrst lærðum við erlendu fiski- mennirnir blótsyrðin íslenzku, þeir voru sí- blótandi íslenzku sjómennirnir og þótti mór það illa stinga í stúf við sálmasönginn, sem vér heyrðum af skipum þeirra livern sunnu- dagsmorgun. Annars var eg sjálfur skamt kom- inn í trúarefnumum það leyti, þó vaknaði eg síð- asta sumarið, sem eg var við íslandsstrendur. Eg sá synd mína, en náðina sá eg hvergi, synd mín var hærri en íslcnrku fjöllin og al- gjörður farartálmi til guðs rikis að mér virt- ist. — Eg gleymi aldrei sunnudagsmorgninum einum það sumar, við láum upp við landsteina í inndælu veðri, umhverfis mig var friður og ró, en hjarta mitt var gagntekið af kvíða. Það var enginn trúaður maður á skipinu, er gæti leiðbeint mér, en samt hvatti einn af fólögum mínum mínum mig þennan dag til að fara og leita ráða hjá íslenzka prestinum, scm bjó þar slcamt frá. Eg rauk óðara í land, hitti prestinn, tjáði lionum vandkvæði mín og og spurði hann, hvernig órólega lijartað mitt gæti fengið frið og livíld. Mér virtist frá- saga mín fá á prestinn, sem var lítið eldri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.