Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 4
2 BJARMI Þótt ljósin ei sjái eg, af ijósi eg veit, það ljós er eg þrái i sælunnar reit, þá sól er ei breytist nc byrgja nein ský, hvar blessun mér veitist og gleðikiör ný. (Guöm. Kristjánsson, Oddeyri, orti þessi erindi sjötugur aö aldri, fyrstu jólin sem liann var blindur). Sameinaðir stöndum vér. Það málefni á langt til sigurs, sem á tóma einangraða vini, sinn á hvoru Iandshorni eða sinn með hverja sér- vizkuna, sem liindrar fulla samvinnu. Vér sjáum þess allir ótal dæmi, hvert sem litið er. Hvað væru bindindismálin, húnað- armálin og stjórnmálin komin, ef eng- in frjáls samtök hefðu verið um þau, enginn hefði hlynt að þeim frekar en hann var skyldugur lil að borgara- legum Iögum? Það vita allir, að það er bæði eðli- legt og sjálfsagt, að sameiginlegur á- hugi á einhverju máli knýi menn til félagsskapar og samfunda og menn breyta alment eftir því, nema í — krist- indómsmálinu. Eða væri það ekki biturt háð, ef nokkur færi að kalla þjóðkirkju vora frjálsan félagsskap og messurnar sam- fundi áhugamanna, þar sem hver miðlaði öðrum og liver hvetti annan til að flýta fullum sigri kristindóms- ins? »Nei, þjóðkirkjan er úrelt, óeðlileg og ósjálfstæð, og messurnar eru oft og einatt lómt vanakák«, segja marg- ir og það ekki að ástæðulausu. »En kristindómslítilfríkirkja er held- ur enginn kostagripur, og hvaða trygg- ing er fyrir því, að trúarlííið vaknaði og dafnaði, þótt ytra fyrirkomulag breyttist all i einu í betra horf? Hafa kirkjulegar umbætur löggjafarvalds- ins síðustu 20 árin nokkuð bætt safn- aðarlííið? Og væri ekki kirkjuþingið bezti undirbúningur undir sæmilegan aðskilnað ríkis og kirkju?« Þannig spyrja ýmsir og liafa sömuleiðis tölu- vert til síns máls. En hvað sem þeim aðskilnaði Iíð- ur, þurfa ekki sannir vinir krislin- dómsins að bíða með höndurnar í vösunum. Það er fult félagsfrelsi í landinu. Segi þeir söfnuðir sig hik- laust úr þjóðkirkjunni, sem ranglega eru sviftir presti, og taki áhugamenn- irnir í öllum söfnuðum höndum sam- an kristindóminum til ellingar; það dettur engum manni með fullu viti í hug að banna þeim það. Eftir hverju híða þeir? Þeir híða eftir prestunum oflast nær. En hvað tefur þá prestana, sem ættu að vera sjálfkjörnir forgöngumenn að öllu kristilegu staríi í söfnuðunum? Svörin eru mörg. Suma breslur allan áhuga. »Ég ríð að kirkjunum livern helg- an dag, þegar mér er mögulegt, hvort sem nokkur kemur eða ekki, og ég gegni, þegar ég er sóltur; um annað er ég ekki skyldugur«, segja þeir. »Ég fékk eitt pund og hér kem ég með það aflur«, sagði lali þjónninn. Aðra brestur áræði. »Það þætti svo nýstárlegt, yrði jaln- vel kölluð »innri mission«, ég lrejrsti mér ekki til að eiga við það«, eru svörin þar. Kristur liafði áræði til að ganga út í Getsemane og upp á Golgata vor vegna, en þjónar hans sumir óttast veigalítil andmæli eða hlátur heimskra manna. Suma brestur skilning á málinu. Þeir eru einrænir að eðlisfari, hafa aldrei kynst samfélags-kristindómi, og halda svo að réltast sé, að hver fari einn með trú sína, »sé ekki að veifa henni á mannfundum«. Svipað virð- ast sóknarbörn þeirra halda alloft um helgar og silja þá heima, en þá kæra

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.