Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 6
4 B J A R M I ætla að vera með. Er þá kosin nefnd til að semja frumvarp að lögum handa félaginu, úlvega fundarstað og boða næsta fund. Enda þólt presturinn kunni að hafa undirbúið það altsain- an fyrirfram, er heppilegra að skifta slörl'um þegar í upphafl. I’að er belra að koma 10 manns til að starfa en gjöra 10 manna verlc sjálfur. Því er sjálfsagt að setja eins margar nefndir í félagið og auðið er, og fá þeim starf. Ritnefnd skrifar félagsblaðið, sem les- ið er á fundum, sjúkranefnd heimsæk- ir sjúldinga, úlvegar þeiin hækur og blöð, reynir að gleðja fátæka sjúkl- inga með vinargjöfum o. s. frv., út- breiðslunefnd útvegarnýja félagsmenn, söngnefnd stjórnar söngnum, æfir ný lög og kemur ötlum félagsmönnum til að syngja með, bæði á fundum og við messugjörð o. s. frv. Fiindarstaðurinn verður að vera eftir staðhátlum, en æskilegt er að hafa við og við fundi í kirkjunni efl- ir rnessu og leyfa þá öllum að vera við sein vilja. Víðast hvar má til að hafa einhver árstillög vegna húsaleigu, enda mjög nauðsynlegt að venja fólk við að ekki sé lakara að greiða tillög i kristilegu félagi en öðrum félögum. Samt er liezl að setja þau lág, en smávenja þá við, sem geta, að leggja meira fram en lögin segja. Fundarhöldin sjálf verða löluvert að fara eflir kröftum félagsins. Meg- inreglan verður, að allir eða flestii leggi lil sinn skerf og enginn einn eða tveir taki alt að sér, hversu vel hæflr sem þeir kunna að vera. Við biblíusamlesturinn er lesið eitt- hvert rit biblíunnar, oft hentugt að byrja á postulasögunni. Sumir liala þann sið að láta alla viðsladda lesa sitl versið hvern, til að venja menn af feimni; en aðalatriðið er, að hver maður hafl ritninguna eða lestament- ið fyrir framan sig, viti fyrirfram hvað á að lesa, svo að fólk geti kynt sér það heiina, og að Jlestir taki þátt í samtalinu, þegar einn eða tveir hafa skýrt kaílann og vakið umræður. Æskilegast er að fundarmenn skiftisl á að stjórna samlestrinum og vekja samtalið, en málshcfjandi verður að gæla þess, að vera stuttorður, en vekja spurningu og hugsanir, sem heimfæra má til textans, og snerla þó daglegt líf fundarmanna. Þegar liægt er að koma því við, er heppilegt, að félagið gefi út skrifað blað. Þar eru þýddar eða samdar kristilegar smásögur og stuttar kristi- legar greinar. Reynslan hefir sýnt, að ýmsir taka til máls í slíku lilaði, sem eiíill er að fá til að segja nokk- uð á fundum. Ritnefndin annast blaðið, en sjálfsagt er að skifta oft um menn i þeirri nefnd sem öðrum, svo að störfin komi sem jafnast nið- ur. Við og við mætli liafa umræður um eitthvert krislilegl etni og sömu- leiðis flytja fyrirlestra; en þar eð venjulega er ertitt að fá menn lil að byrja í þeim efnum, enda þótt hlut- aðeigendur séu vel færir til þess, er oft hentugt að benda á stulta æfisögu einhverra kristindómsslarfsmanna heima eða erlendis og fá menn til að lesa einhverja þeirra og segja hana svo aftur á l'undi. — Ælisögurnar, sem »Kirkeklokken« gefur út og auglýstar hafa verið hér í blaðinu, eru ágætar í því efni, fyrir þá, er skilja dönsku. Sízl af öllu má þó gleyina sambæn- inni; sé hún í góðu lagi, verður liún dýrmætasta atriðið á hverjum fundi, og bezt er því að enda hvern fund með stuttri samhæn. En að sjálf- sögðu er margs að gæta viðvíkjandi henni og vísa ég þar lil þess, sem ég sluifaði um sambænina í Heimilisv. I. ár, 1. og 2. hefti.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.