Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 10
8 B J A R M I Það var 685 þús. meira en árið áður, vegna vaxandi eftirspurnar í Austurlöndum, i1/^ milj. fór t. d. til Kína. Ef fulllrúar kœmu fyrir hvert tungumál sem breska félagið hefir látið prenta, kæmu 75 frá Norðurálfunni, 152 frá Asíu, 103 frá Afríku, 32 frá Ameríku og 62 frá Eyjaálíunni. 6 ný tungumál bættust við árið sem leið. Fjelagið gaf t. d. út 2 guðspjöll á Nammá-máli, sem 40 þús. mannætur tala á suðurströnd Nýu Guineu. — Útgjöldin voru um 2 milj. króna árið sem leið. — Alls hefir félagið gefið út 222 milj. eintök af biblíum. Mikið er þegar gjört, þó eru enn eftir t. d. um 100 mállýskur á Suðurhafseyjum og 28 á Indlandi, biblíulausar. Biblíusalar flytja bibliuna á hreindýra- s 1 e ð u m á Lapplandi, hundasleðum í Alaska, uxavögnum á Borneó, á ú 1 fö 1 d- u m hjá Mongólum í Gobi, á lamavögnum um Andesfjöliin í Suður-Ameríku, á b u r ð- armönnum um miðbik Afríku og Kfna, og á hestum á Islandi.--------- Kristniboð prótesanta hófst fyrir alvöru litlu fyrir 1800 og 100 ár var verið að kristna íyrstu miljón heiðingja, en 12 ár aðra miljónina.— Nú eru skírðir 450 heiðingjar daglega að meðaltali, það verður ein miljón á 6 árum. Úr bréfi frd Khbfn. „Eg hefi oft furðað mig á ríkum stórkaupmanni sem býr í sömu götu og eg, furðað mig og skammast mín.— Hann hefir verzlunarsambönd í öllum áttum, og er mikils metinn f Kaupmannafélaginu, og sjálfsagt þarf hann eftir mörgu að líta, svo margir eru starfsmenn hans. En um kl. 6 á kvöldin, þegar búið er að loka skrifstofunni labbar hann oft af stað með stóran blaða- böggul undir hendinni; það eru kristileg smá- rit, sem hann gefur á fjölförnustu götum borg- arinnar. Sagt er að annar stórkaupmaður hafi nýlega mætt honum fyrri hluta dags, þar sem hann var að gefa smáritin og hafi spurt hann hálfhissa: »Hafið þér tfma til þess að vera að þessu um þettaleyti?« „Já", svaraði hinn, „það hefi eg, þetta eru mikil- vægustu viðskiftin mín“«. Tucker hét ungur og efnilegur málari í Englandi, meðal annars vann hann að stóru málverki ar hét »HæIislaus«. Það var af fá- tækri konu, er ráfaði í hríð með litla drenginn sinn fram hjá harðlokuðum húsum. Það var Iistaverk og auðsjeð á því að málarinn reyndi að kynna sér eymdina, en þegar hann var að virða það fyrir sér til að ljúka við það, varp- aði hanu sér á kné og andvarpaði: „Guð hjálpi mér. Er mér ekki nær að hjálpa þess- um aumingjum, en að vera að mála þá?« — Skömmu sfðar hélt hann til Oxford til guð- fræðisnáms, og lauk því með lofi. Hann var samt ekki að hugsaumað ná í tekjumikið prestakall. — Sendið mig þangað sem erfiðast er og þörfin mest, sagði hann við kristniboðsfélagið — og hann var sendur til Austur-Afríku. — Síðustu 15 árin hefir þessi sami Tucker verið biskup í Uganda, þar sem kristniboðið hefir blessast svo framárskarandi vel. ATormónar eru alstaðar óvinsælir þar sem þeir reka trúboð silt, einkum vegna fjölkvæn- iskenninga sinna og áleitni við ungar stúlkur, og þvf hafa verið gjörðar áskoranir í ýmsum löndum um að banna alveg trúboð þeirra. Nú heiir stjórn Þjóðverja riðið á vaðið. Vit- anlega varð að fara varlega, þar sem Mor- mónatrúboðarnir eru flestir borgarar Banda- ríkjanna, en eftir 7 ára samninga og skriftir milli utanríkisráðaneytis Þýzkalands og sendi- herra Bandaríkjanna fór svo að Þjóðverjar bönnuðu í sumar alt Mormónatrúboð »þar eð kenningar þeirra færu í bága við siðferðið«, og sendiherrann lét Mormónabyskupinn í Berlín vita, að hann yrði að fara úr landi með trúboða sína. Hjelt hann þá til Sviss með rúma 20 »fylgdarmenn«. —Margirhalda, að Norðurlönd muni bráðlega gera Mormón- um sömu skil. Kostaboð. Bjarmi kostar 1 kr. 50 au. árg., 24 lölublöð. Nýir kaupendur fá sögurnar; »PA11« eftir N. P. Madsen og xMaríu .Tones« í kaupbætir unt leið og þeir borga árg. Eldri árganga geta þeir fengið innhefta fyrir t krónu hvern, nema fyrsta árg., hann kostar 1 kr. 50, af því liann er á þrotum. En borgun verðnr að fyfgja pöntnn, Auk þess fá útsölumenn 20—25°/o i sölulaun, eins og áður heflr vei'ið auglýst. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri; Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.