Bjarmi - 01.03.1912, Side 8
40
BJARMI
þessi ár. Schilds málara var það mikið
áhugamál að geta fengið að sjá allar
myndirnar sem eina heild, liann hafði
málað þæri þörtum og var mest uggandi
um það, hvort sér auðaðist að lifa það
að sjá alt fullbúið og saman sett. Nú
voru allar myndirnar komnar á sína
staði. Hann virti þær grandgæfilega fyrir
sér. Litirnir samsvöruðu sér og alt var
eins og það átti að vera. IJann tók með
auðmýkt á móti haminguóskum vina
sinna, en þó með lijartanlegri gleði. Síð-
an tók hann i handlegginn áeinum þeirra
og tók til máls:
»Lofaðu mér að styðja mig víð hand-
legginn á þér, á meðan við göngum um
kyrkjuna, þá skal eg segja yður dálilið
um myndirnar. Horfið ekki of mjög á
hverja einsteka mynd, þó að bvcr þeirra
að vísu eigi sina sögu, en það er sam-
selningin í heild sinni sem eg viidi að
þér gætuð skilið. Yfir dyrunum er kring-
lótt mynd af »Adam og Evu i Paradís«.
Oðrumegin er sköþun mannsins, þar sem
skaparinn er að blása lífinu i hina fögru
mannsmynd. Hvernig átti eg að mála
skaparann? F.ins og gamlan mann? Neit
Sköpun mannsins var spádómur um
Krist. Hvernig getum vér gert það betur
en með því að hugsa oss að sáandi.sem
var i Kristi, sé hinn sami, sem Guð gaf
manninum í sköpuninni. Hinu megin er
brottreksturinn úr Edensgarði. Svo skul-
um vér Jíta á veggina. Oðru megin eru
14 spámenn, en hinumegin 14 postular,
þegar eg tek bæði Jóhannes skírara og
Pál postula með. Allir þeir eru því nær
i lullri líkamsstærð. Fyrir neðan þá eru
13 stórar myndir úr lífi Jesú, og hinu
megin eru 13 myndir úr postulasögunum.
Við liverja mynd er grein úr heilagri
ritningu, því að eg kaus heldur þessi orð
úr sjállri ritningunni, en orð eða yfir-
skrift frá mínu eigin brjósti. Fyrir ofan
og neðan allar þessar stóru myndir eru
minni málverk.
Pað er ekki einn einasti pensildráttur
í allrí þessari byggingu sem ekki hefir
einhverja þýðingu. Eg get sagt það með
sanni að eg hef aldrei dýft i penslinum
mínum, svo að eg hafi ekki beðið ti!
Gaðs í hljóði að verkið mætti takast sem
bezt. En stóra málverkið, þar sem altar-
ið átli að vera, er þó kórónan á verkinu.
Efst eru tvö málverk af hinum »forsjálu
meyjum« og annað af »hinum óforsjálu«
og til hliðanna eru hinar fjórar höfuð-
dygðir. — Pær verða að vera fjórar vegna
samræmisins. Trú, von og kærleikur, en
liver er hin fjórða? Polinmæði! Já mér
virðist stundum sem trúin sé ein al mestu
dygðum kristins manns. Undir þeitn eru
svo málverk úr píslarsögunni og upprisu-
sögunni. Krossfestingin og fundur Jesú
og Mariu á páskadagsmorguninn. Jesús
framtni fyrir æðstu prestunum, og Jesús
og Tómas. Miðmyndin sýnir himaför
Jesú. Pessi mynd er fegurst og áhrifa-
mest allra. Yfir mynd þessari er regn-
bogi og á honum þessi orð: »Sjá eg er
með yður alla daga«.
Petta er nú saga kyrkjunnar, en naum-
ast höfðu d}rr hennar verið opnaðar fyrir
almenningi, áður en listamaðurinn gekk
tíl sabbatshvíldar Guðs barna, 77 ára að
aldri.
(L. Ii. Breiðabólstað þýddi).
K. F. U. IVl. i Lundúnum hefir heldur
en ekki færst í aukana nú um áramótin.
í samráði við fjölda marga vini sína og
góða aðstoð stórblaðanna ákvað félagið
að reyna að safna 100 þús. pundum ster-
lings eða um 180 þús. kr, á 12 dögum
(11.—23. janúar) til að byggja nýtt slórhýsi
i höfuðborginni, þar sem meðal annars
300 ungir menn gætu búið og 10 þúsund
notið kenslu. — Petta fyrirtæki þótti svo
djarfmannlegt að ýms blöð út um viða
veröld lélu síma til sín daglega, livernig
gengi, og vöktu með því óvenjulega mikla
eftirtekt á starfi félaganna.
A þessum 12 dögum safnaðist saman
ekki nema ’/» hlutar þess sem áætlnð var,
eða um 120 þús. kr., en bæði er það dá-
vænn skildingur og enginn vafi á, telja
kunnugir, að hitt komi innan skamms.
Vinargjöf til Bjarma,
F'rá N. N. í Reykjavík 300 kr.
Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík.
Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík.
Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Bergstaðastig 8.
Prentsmiöjan Gutenberg.