Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1912, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.11.1912, Blaðsíða 4
172 BJARMI hjá því. En svo bælir grcinarhöf- undurinn við: »Vér þekkjum þá úr, mennina, sem eru sídæmandi og fordæmandi, neita j þeim og þeim, og heilum hópum kristinna bræðra um kristið nafn, eru að sálda og sía — og reka burt, reka burt frá honum, sem alla vill draga lil föðursins, og gjöra það í sjálfs hans nafni — í nafni Jesú Krists — og telja sig með þvi gjöra guði þægt verk. — Vesælir, blindir menn!« Og litlu síðar er gelið í skyn, að wFaríseaguðræknin, dómþyrst og drollnunargjörn með ofsóknarróginn« reyni að ná sér niðri hjá oss Islend- ingum. Ef þessi óröksluddu stóryrði hefðu verið í einhverju öðru blaði, væru þau alls ekki svara verð. — En þar sem ætla má, að þau séu eflir bysk- upinn sjálfan, — þótt ótrúlegt sé, — og séu töluð til ákveðinna kristin- dómsstarfsmanna vor á meðal — (sbr. »Vér þekkjum þá úr, mennina,« o. s. frv.) —, þá væri ekki til of mikils mælst, þótt »N. Kbl.« vildi nefna mennina. — Ekki eflir það frið né bróðurbug, þólt það varpi öðrum eins dylgjum alinent að öll- um andstæðingum nýju guðfræðinn- ar, bæði ])reslmn og öðrum. Þvi leyti eg mjer að skora á greinarhöfundinn — hver sem hann er —, að nel'na fnll nöfn þessara manna, sem hann »þekkir úr«, svo að hlutaðeigendur geti svarað fyrir sig, en hinir þurfi ekki að bera þelta ámæli. Sigurbjörn A. Gislason. Glaðlyndi, »Glaðværðin prýðir,« las eg ein- hversstaðar fyrir skemstu, og því var eg hjartanlega samdóma, því að glað- værðin er sannarlega fögur. Fríður maður er ekki aðlaðandi, ef ólundin skyggir á svip hans, en hinn ófríð- asti maður getur orðið fríður, ef gleðin skín út úr yfirbragði hans. Glaðlyndum mönnum er ávalt vel fagnað, þar sem menn koma sarnan; það er eins og ylur og birta stati frá þeim lil allra liliða; þeir eru all- staðar boðnir og vclkomnir; þeir eru lífið og sálin í öllum mannfundum. Glaðværðin prýðir! Glaðlynd dóttir er sólin á heimilinu; hún gleður elli- hruma móður sína og föður sinn margþreyltan. Glaðlynd eiginkona er verndarengill mannsins síns; hún strýkur hrukkurnar af enni hans með injúkri mund. Glaðlynd móðir er uppsprella gleðinnar börnum sín- um til handa og góð fyrirmynd öllu heimilisfólki sínu. Og gömul kona, hrum af elli, getur meira að segja verið fríð sýnum, ef liún er glaðvær. Glaðlyndi sprettur af barnslegu, ásl- ríku hjarta, af hlýjum og viðkvæmum huga. Það var einn þátturinn í lund- erni Krists. Glaðlyndið er sá Ijóssins engill, sem lyflir mönnum upp yfir erfiðismuni og óþ;egindi daglega lífs- ins og feykir burtu þúsundum af smá- sorgum og smáatvikum, sem valda lirygð og gráti. (ilaðlyndið er lífsins heiðtæra og óþrotlega svalalind, sálar- prýði manns og konu; það er æskan sjálf, æskan eilífa, sem fer vaxandi dag frá degi, þó að ytri maðurinn hrörni. Það er ein af ástgjöfum guðs, og gefsl þeim, sem biður.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.