Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1912, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.11.1912, Blaðsíða 7
B .1 A R M I 175 Ur ýmsum áttum. Heima. K. F. U. M. og K. F, U. K. í Rvk dafna vel, og er nærri daglega fundnr í einhverri deild félaganna, og auk þess sarakomur fyrir almenning á hverju sunnudagskvöldi í húsi félaganna. Síra Fr. Friðriksson tók aftur að sér starf ungfrú Ingibjargar Olafs- son í stúlknafélaginu, þegar hún sigldi, og sömuleiðis heldur hann fundi með K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði. — Þessi vika (frá io.—16. nóv.) er bænavika K. F. U. M. um allan heim, og eru þá bænasamkomur haldnar á hverju kvöldi í húsi félagsins og allir vinir félagsins velkomnir. Hefir þessi bænavika orðið til mikillar blessunar að undanförnu, og verður svo vonandi enn. Sunnudagaskólinn, sem Kn. Zimsen verkfræðingur stjórnar, tók til starfa i.okt., og hefir nú 17 starfsmenn (9 karlmenn og 8 kvenmenn); börnin eru um og yfir 350. Samkomur hans eru frá kl. 10—11 x/4 árd. á sunnudögum, og ennfremur er undirbún- ingsfundur starlsmannanna hvert föstudags- kvöld. „Söngbók æskunnar" er notuð í skól- anum. Hún var prentuð 1 fyrra haust ð tilhlutun kennaranna, sem þá störfuðu \ 3 sunnudagaskólann, og á skilið miklu meiri útbreiðslu út um landið, en hún liefir enn náð. Hún er 240 bls. í litlu broti með 245 sálmum og ljóðum, og kostar 1 kr. t bandi. — Utgefandi er bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Stðan síðasta blað var prentað, hafa þessir prestar sent mér gjafir frá sóknar- b'órnuvi sínum til að kaupa íslandskort handa sunnudagaskólabörnum í Danmörku: Valdiraar Briem vígslubiskup 5 kr., síra Eggert Pálsson 5 kr., síra Þórður Ólafsson 11 kr. 47 aur., síra Haraldur Jónasson 10 kr., stra Jón Halldórsson 10 kr., síra Jón Finnsson 5 kr. 50 aur., síra Jón Sveinsson 8 kr. 30 aur., s(ra Gísli Skúlason 19 kr. 23 aur., síra Gísli Einarsson 25 kr. 5 aur., síra Einar Pálsson 10 kr., síra Brynjólfur Magnússon 75 aur. (viðbót við fyrri gjöf)., síra Oddgeir Guðmundsson 18 kr. Erlendis. Kjeld Stub, sem sendur var hingað fyrir 15 árum til að stofna hér kristilegt stúdentafélag, og tókst það, þótt það dæi skömmu síðar, varð herprestur í Kristjaníu í suniar. Urðu blaðadeilur út af þeirri em- bættisveitingu, af því að ýmsir eldri prestar sóttu á móti honum (Stub er fæddur 1868 og kandídat 1892). En herstjórnin vildi fá mann, sem vanur væri starfi meðal ungra manna, og Stub hafði verið framkvæmda- stjóri K. F. U. M. í mörg ár. M. J. Færden prófastur f Hringarlki og Hallingdal í Noregi andaðist í sumar, 75V2 árs að aldri. Hann fékkst mikið við ritstörf, var um hr(ð eftir 1881 meðritstjóri — með Heuch slðar byskupi í Kristiáns- sandi — áhrifamesta kyrkjulega tímaritsins í Noregi á þeim tíma (Lutersk Ugeskrift), og var þá enginn vinur biblíukrítíkur né skynsemistrúar. En síðar breyttist hann nijög í því og skrifaði ýmsar bækur um gamla testamentis krítlkina, sem þegar eru raunar orðnar úreltar, en eru þó taldar hjá sumum guðfræðingum vorum hin mestu vísindi. Frá Kóreu befast þær fréttir, að dómur hafi verið kveðinn upp í byrjun október í málum þeim, er getið var um í síðasta blaði. In Chi-Ko barón, sem nú er talinn formaður K. F U. M. þar í landi, var með 5 öðrum dæmdur í 10 ára fangelsi, 18 hlutu 7 ár, 40 hlutu 6 ár og 42 hlutu 5 ár. Ekki er þó talið vonlaust, að æðri dóm- stólar bæti eitthvað úr þessu. Gyðingasöfnuðurinn í Kaupmanna- höfn var f sumar dæmdur af hæstarétti til að greiða fyrverandi forstöðumanni sínurn, dr. Leivenstein, 80 þús. kr. í skaðabætur, vegna þess að hann hafði verið ráðinn æfilangt til safnaðarins, en söfnuðurinn síðan vikið honum frá, af því að Lewen- stein þótti of strangtrúaður. Lewenstein höfðaði þegar mál, og það fór svona. Christian Endeavor, sem Norðmenn kalla „Æskufélög fyrir persónulegan kristin- dóm og safnaðarstarf", héldu fulltrúaþing Norðurállfu f Kristjaníu 19.—23. júlf í sumar. Eru félög þessi öllu kröfuharðari en K. F. U. M. og K., og laga sig frekar eftir hverjum einstökum söfnuði. Þykja hin síðartöldu sumstaðar í Amerlku full-verald- leg og of hlutlaus um sérstaka safnaða- játningu og safnaðarstarf, en vera nokkurs- konar kyrkjufélag út af fyrir sig. En þess vegna hafa prestar þar vestra hlynt meira að C. E. félögunum, og nú eru þau orðin miklu fjölmennari en hin.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.