Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.11.1912, Side 8

Bjarmi - 15.11.1912, Side 8
176 B .1 A R M I Eg sat sjálfur á einu sllku þingi í Berlín xgo5, og hefi þaðan sumt af Ijúfustu endur- minningum mínum frá samfundum trúaðra. Get eg því farið nærri um, hvað áhrifa- mikill þessi fundur hefir verið. 250 fulltrúar frá Stórabretlandi komu með Pollock presti fráBelfast, formanni félaganna hér í álfu. Blecher prestur í Berlín, sem stjórn- aði fundinum 1905, kom með 80 Þjóðverja og víðfrægan söngflokk frá Leipzig. — Annars sóttu fundinn ýmsir kunnir kristindóms- starfsmenn úr flestum löndum Norðurálf- tinnar, nema tiltölulega sárfáir Danir, — þeir voru einir tveir á fundinum í Berlín. — C. F„ félögin hafa engri verulegri útbreiðslu náð 1 Danmörku, sem stafa mun einkum af því, ao K. F. U. M. og K. F. U. K. í Danmörku eru ákveðnari og öflugri i orðs- ins bezta skilningi, en í ýmsum öðrum löndum. Norðmen'n fögnuðu fundarmönnum, sem alls urðu rúm 800, eftir beztu föngum. Landsstjórnin veitti 2500 kr. og borgar- stjórnin 500 k'r. til undirbúnings. Liljedahl kenslumálaráðherra og Arctander 1. borg- arstjóri buðu gestina velkomna. Yfirbyskup Norðmanna, A. Chr. Bang, ætlaði að flytja ræðu ( fundarbyrjun, en gat ekki vegna lasleika; var ræðunni þá útbýtt á þrem tungumálum, en Knudsen prófastur í Drammen tók að sér hlutverk Bangs. Hákon konungur bauð öllum fundar- mönnum — 800 — til sín einn síðari hluta dags, og drukku þeir kaffi, te og ýmsa svaladrykki hjá konungshjónunum, og dáð- ust mjög að ljúfmensku þeirra. — Er svo mælt, að nokkrum gömlum Norðmönnum hafi vöknað um augu af gleði, er þeir máttu klappa á kollinn á Olaji konungs- efni. — Fundarstjóri var Meyer prestur í Kristjaníu, og skýrði hann svo frá, að C. E. félögin í Noregi væru 90 að tölu og meðlimir 2000, og nál. 60 prestar starfandi félagsmenn, þótt þau væru ekki nema 7 ára gömul þar i landi. Annars voru haldnir ýmsir ágætir fyrir- lestrar — einn um alþjóðafrið, á esperantó —, prédikað í öllum kyrkjum borgarinnar i tilefni af fundarmálum, og að skilnaði haldin bæna- og söngsamkoma — sú stund var perla fundarins í Berlín —, sem lauk með því, að fundarmenn lásu, hver á móðurmáli sínu, Efes. 3,14—21 og Faðir vor. „Dýpra og dýpra.“ Jaþó prestur í Köln, sem áður hefir verið getið um hér í blaðinu, hélt í vor sem leið fyrirlestur í Kiel, þar sem hann sagði meðal annars, að því er „Kristilegt dagblað" skýrir frá: „Yfirburðamennirnir eða leiðtogarnir eru hættulegir frelsi trúarbragðanna — og er Jesús ekki nein undantekning í því efni. Að vísu ber þeim virðing, og rétt er að elska þá, en enginn á að vera „drottinn", svo að aðrir menn verði þjónar hans. — Allir yfirburðamenn hafa sjálfir náð því, sem þeir urðu, ( frjálsri baráttu, — Jesús eins og aðrir. — En þess vegna heimta þeir ekki, að aðrir séu lærisveinar þeirra að eilífu, en vilja þvert á móti ala þá upp í frelsi og sjálfstæði." S. A. Gís/ason. Nýir kaupendur að næsta árgangi Bjanna fá um leið og þeir liorga árg. með 1,50 kr. (fyrir 1. júlí n. á.) ólceijpis sögurnar Páll og María Jones og sömuleiðis 3. eða 4. árg. blaðsins eflir vali. — Vonum vér, að vinir blaðsins noti þessi vildarboð til að útbreiða blaðið. Bjarmi er ekki gróðafyrirtæki, en vér vildum ná til fleiri og heitum á hjálp góðra manna til þess. — En jafnframt er blaðinu áríðandi að fá borgað and- virði eldri árg. hjá þeim, sem skulda. Utgefendurnir. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavegi 63. Afgreiðslan opin kl. 9—10 f. h. og 2—3 e. h. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.