Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.07.1913, Page 2

Bjarmi - 15.07.1913, Page 2
114 BJARMI kraflur þeirra; það lieíir verið hin liulda uppspretta hins heilaga, Guði vígða lífs, og allir þessir ágælu menn hafa tilbeðið Jesúm sem Guð sinn og frelsara. Hann hefir lika sjálfur verið með þeim, opinberast þeim, og verið þeim nálægur, og sumum þeirra hefir hann birtst, svo að þeir sáu liann. Jesútilbeiðslan hcfir verið sérkenni á öllurn hinum dýrðlegustu guðs- mönnum, konum og körlum, á öllum öldum, meðal allra stélla og í öllum kirkjudeildum. Hinir dauðlegu menn liafa litið þetta undur kærleikans úr fjarska og öðlast líf við það. Deyj- andi ræninginn kom auga á það, kom auga á hinn krossfesta Guð og dó i fullri vissu um hlutdeild í ríki lífsins. Páll postuli sá það, meðan hann var að berjasl á móti því og það gagn- tók hann svo, að hann upp frá því varð hinn mikli stríðsmaður Jesú hins krossfesla og vildi ekkert vita sér til sáluhjálpar nema Krist og hann krossfestan. — Hvað skyldi eg fara að lelja upp þá, sem tilbeðið hafa Jesúm Krist og Iiafa öðlast ódauðlegan heiður af meistara sínum? I3að nægir að benda á þann hinn mikla skara. Afguðadijrkun i öllum myndum hefir ætíð sjálf auglýst fánýti sitt; mannadýrkun hefir reynst tál og hé- gómi. Hafi Jesús verið að eins mað- nr, sannur maður, jafnvel maður á æðsta stigi, hafi hann ekki verið »Guð af Guði, Ijós af ljósi, gelinn, en ekki gerður«, hafi hann ekki lika verið sannur Guð, þá hafa allir þeir verið afguðadýrkendur, sein beygt hafa kné fyrir honum og lilbeðið hann. Af- guðadýrkendur! Páll, Augúslín, Leo mikli, Ansgarius, Bernhard af Klair- vaux, Franz af Assísi, Lúther og Melankton, Zinzendorph og Spener, Georg Muller og Georg Williams, Hall- grímur Pétursson og Helgi Hálfdánar- son o. 11., o. fl. — Afguðadýrkendur! Það væri liræðilegt! — En af ávöxt- unum skulu þeir þekkjast! Afguða- dýrkendur draga úr vegsemd hins sanna Guðs, mannadýrkendur gera það hið sama. — En því meir sem menn liafa tilbeðið Jesúm Krist sem sannan Guð sinn og hvílt í trúnni á guðdóm hans, þess meir hefir og veg- semd föðurins himneska ljómað í hjörtum þeirra og birlst í lífi þeirra, þess meir hafa þeir hinir sömu mikl- að guðdóminn og þess hærri siðferð- islegum þroska hafa þeir náð, og þess meiri bót og björg hafa þeir unnið mannkyninu. — Eru það ávextir af- guðadýrkunar og mannadýrkunar? Nei og aftur nei! En þeir, sem á umliðnum öldum hafa viljað draga úr guðdómseðli og tign Jesú Krists, hafa þeir framleitt mikið af dýrðleg- um lofsöngvum, liafa þeir verið fram- kvæmdarmennirnir í kristilegri sLarf- semi, hafa þeir farið kristniboðsferðir til heiðingja og fórnað lífi sínu fyrir Guð? Nei, lítil þekki eg dæmi þess. Oft hafa þeir verið stofulærðir menn, sem voru að spekúlera og grufia og mátu meir sínar eigin getgátur en orð Guðs. Svo hefir mér virtst. Hver blessar nú minningu þeirra af trúuðu fólki í heiminum? Blessar nokkur Abælard? Blessar nokkur Tiibinger- skólann og menn hans? Hver bless- ar minningu Strauss’ eða Renans, Voltairs eða Ritschjs? Blessar nokk- ur minningu skynsemistrúarmannanna görnlu, eða starfsemi Brandesar? Eg hefi aldrei hej'rt neinn gera það; eg hefi aldrei lieldur lesið um það. Eg hefi séð þá hafna upp lil skýjanna af meðhaldsmönnum þeirra, en engan trúaðan mann veit eg, sem liefir sagl: »Eg lofa Guð fyrir líf og starf þess- ara manna; þeir hafa fært mig nær frelsara mínum!« En hundrað þús-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.