Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1914, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.08.1914, Blaðsíða 2
130 B J A R M 1 sé svo góður og gæzkuríkur faðir. Og flestir hugsa sér, að þeir muni komast þangað inn eflir dauðann, hvað sem hver segir, ef þeir aðeins lifi ekki stórkostlegu glæpalífi hér á jörðunni, því að Jesús hafi lýst Guði svo góðum og náðugum föður, að hann verði þó varla »svo hlálegur«, að leyfa þeim ekki inn í himnaríki, þegar þeir deyja. En slíkur hugsunarhátlur er ofbeldi. Ríki himnanna verður fyrir ofbeldi af slíkum mönnum. Þeir ætla að taka það með valdi. Þeir hugsasl geta ráðið sjálfir inntöku-skilyrðun- um; taka þar ráðin af Guði. Þetta er háskalegur hngsunarháttur. Það getur enginn öðlasl líiið, eilífa lífið, nema hann verði móttœkilegur fyrir það. Það er ekki liægt að laka það með valdi og ofbeldi. Jesús Kristur hefir að vísu opnað dyr liimna- ríkis fyrir mennina, alla menn, en þó getur enginn komist þangað inn, nema Jesú geli honum aðgöngumiða. »Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig«, gegnum mig, segir Jesús. Hann er sjálfur dyr mannanna, dyr sauðanna. Hann er sjálfur bæði vagnstjórinn og vagninn, sem flytur mennina inn í himnariki. Og enginn annar vagnstjóri eða vagn flytur mennina þangað. Hverjum gefur þá Jesús aðgöngu- miða? Hverjir komast upp i vagn- inn hans? Einungis þeir, sem hlýða honum, hlýða fyrirmælum lians. Hver eru þá fyrirmæli hans. Þau eru þetla: »Takið sinnaskifti, gjörið iðrun«, þ. e.: Láttu hugarfar þitt breytast. Hæltu að vera þræll og þjónn heimsins. Hætlu að elska og sækjast eftir jarðneskum fjármun- um, nautnum og mannvirðingum; Jjú lifir í syndum og saurugleika. Snúðu þér frá heiminum lil Guðs og beiddu hann fyrirgefningar. Gefðu honum alt líf þitl og allan kærleika þinn framvegis. »Trúið fagnaðarerindi Jesú Krists«, þ. e.: Ffýðu á náðir Jesú, frelsara þíns; án hans gelur þú ekkert gjört. Trúðu á hann; lilbið þú hann. Treystu honum i öllu. Biddu hann að hjálpa þér. Gefðu sjálfan þig og all þilt honum á vald, og hlýddu honum í öllu. Leslu Guðs orð með eftirtekt og gaumgæfni og lieimfærðu það upp á sjálfan þig. Notaðu kveldmáltíðar- sakramentið. Vertu einlægur og þol- inmóður. Þá vinnur heilagur andi að endurfæðing í sálu þinni, og gef- ur þér sannfæringu um velþóknun Guðs, frið hans og fögnuð. Sá frið- ur og fögnuður er aðgöngumiði að himnaríki. a. Maðurinn með hækjurnar. Eftirfarandi frásaga frá Beeclier presli, sem nú er dáinn fyrir skemstu, er þess verð, að henni sé á lofti hald- ið og mai’gir fái að heyra hana. Þeir hittust einu sinni Beecher prestur og hinn alkunni guðsafneitari og vísindamaður Ingersoll. Það var á samkomu lærðra manna. Ingersoll .varði vanlrú sína, eins og hann var vanur, með frábærri mælsku, en Beecher þagði. Þá sneri sér einn úr hópnurn að Beecher, og mælli: »En þér, Beecher, haiið þér ekkert til varnar trú yðar og skoðunum?« »Eiginlega ekki«, svaraði Beecher stillilega. »Eg stóð hérna grafkyr, nxeðan Ingersoll var að tala, og þá dalt mér átakanlegur atburður í hug, sem eg var sjónarvottur að«. »Hvað var það?« spuiði Ingersoli.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.