Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1914, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.08.1914, Blaðsíða 7
B JARMI 135 Ferðaminningar eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. Um þessar mundir vilja flestir íá ein- hverjar fréttir af ófriðnum, en sem betur fór sá eg liarla lítið af honum, því að leið mín lá ekki um ófriðarlðhdin. Og þóll cg sœi og lieyrði töluvert af áhrifuin hans á nágrannaþjóðirnar, mundi Bjarmi hafa fremur lítið rúm lil að skýra frá því, enda á eg margar aðrar endurminn- ingar frá þessari 11 vikna utanför rninni, sem mcr er ljúfara að skýra frá.-- Þegar eg var í Danmerkurför árið 1909 og sá frá þilfarinu á Vestu Jótland rísa úr sæ framundan, hugsaði eg með mér: »Pað væri ekki skemtilegt að hugsa til dvalar i Danmörku, ef eg þekti enga aðra Dani en þá sem cg umgengst hér á skip- inu«. — Slíkar hugsanir voru fjarri mér i þetla sinn, er cg sá Jólland annan hvíta- sunnudag, þvi að samferðalólkið á (’.eres var ágæll, og einkum var mér ánægja að viðkynningunni við Ryving-Jensen kandí- dat frá Þórshöfn, sem slarfað lietir að heimatrúboöi á Færeyjum nokkur undan- farin ár, og er meðal annars formaður K. I'-. U. M. í Pórsliöfn. — Eg hafði heyrt svo margt um ólnig Dana til Islands og Islendinga, að eg vissi varla hvort ástæða væri að hlakka lil að koma á Danagrund. En því vænna þótti mér um kveðju fyrsta danska prestsins, sem eg hitti þegar eg kom af skipsfjöl. Presturinn var Asschen- feldt-Hansen, kunnur danskur rithöfund- ur; við mætlumst á einu smissiónarhótell- inu« í Höfn. Hann heilsaði mér mjög alúðlega og kvaðst nefna nafn mitt og tveggja nafngreindra islenzkra presta dag- lega i bænum sinum. Betri kveðju gat cg ekki fengið. Fyrstu vikuna var cg í Kaupmannahöfn. Par heimsótli eg temjilarafélög, kyntist dálitið »Krossher kirkjunnar«, sem starf- ar svipað Hjálpræðishernum, en algjör- lega innan þjóðkirkjunnar, kom á sam- eiginlegan fund sunnudagaskólakennar- anna í Kaupmannahöl'n, rej'ndi að kynn- ast bindindisfélaginu »Blái krossinn«, var við prestvígslu hjá Sjálandsbiskup, var á lýðsamkomu á Amagcr »unga fólks dag- inn« (7. júni), heimsótti ýmsa vini mina o. s. frv. Síðar kann cg að gcta um sumt af því nánar hér í blaðinu. Eins og mörgum er kunnugt eru ótal kristilegir héraðafundir og landsfundir haldnir á sumrum í Danmörku, trúar- áluiginn víða mikill, þjóðin félagslynd og mannblcndinn og samgöngur ágætar. Flest- ir eru þessir fundir i júní og júlí, taka hvorir við af öðrum og oft margir sam- hliða, cins og nú var um 20. júlí, er Dan- ir héldu helgunarfundi samtímis i 3 daga á 7 stöðum og 200 manns á hverjum fundi. Pessir fundir, sem munu kallaðir »helg- unarfundir« af því að þeir eru ætlaðir trúuðum mönnum einum, hafa að undan- förnu ekki verið nema á 5 stöðum i Dan- mörku, cn aðsóknin fer vaxandi og nóg er gestrisnin, svo að trúaðir söfnuðir kepp- ast um að liafa fundinn hjá sér. — Eg var á cinum slikum fundi árið 1909 í Græstað á Sjálandi og leið þar vel. Auk þessara funda, sem heimatrúboðs- menn utan Kaupmannahafnar hafa sér- staklega gengist fyrir, þá hafa trúaðir menn í K.höfn og ýmsir utanbæjarmenn séð um fundarhöld nokkrum sinnum, þar sem um og yflr þúsund manns hafa kom- ið saman til að tala um ýms áhugamál trúaðra manna, stundum nefndir »almenn- ir helgunarfundir. Ætluðust sumir til að þar kæmu trúaðir nienn úr ýmsum kristn- um trúarflokkum, alveg eins og á Kesvík- urfundina á Englandi, sein allir þessir helgunarfundir eru sniðnir eftir, en oftast munu þó þjóðkirkjumenn einir hafa sótt þá. Nefndin, sem sér um þessa helgunar- fundi, keypti fyrir fáum árum stórt veit- ingahús við borgina Nýborg á Fjóni og bygði 2 stórhýsi til fundarhalda í viðbót, svo að nú er þar besti fundarstaður í Danmörku fyrir fjölmenna fundi er standa marga daga, enda mjög notaður til kristi- legra funda. Fundarstaður þessi er nefnd- ur »Nýborgarströnd«. Viku eftir komu mina til Danmerkur var haldinn walmennur helgunarfundur« á »Nýborgarströnd« (frá 8.—11. júni). Eg fór þangað frá Höfn og voru um 400 eða 500 manns með sömu lest i sömu erindagjörðum. Alls sóttu fundinn um 900 manns og borgaði hver fundarmaöur 15 til 20 kr. fyrir fæði og húsnæði þessa daga og auk þess gáfu fundarmcnn 1100 kr. til afborgunar af skuldum fundar- staðarins. Flestallir fundarmenn sváfu í gistiskál- anum á nóttunni, en eitt eða tvö hundruð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.