Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1914, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.08.1914, Blaðsíða 8
136 BJARMI manns hafði fremur kosið að fá sérstök herbergi i borginni, og sá nefndin prýði- lega um það alt. Eg fékk bústað hjá Jensen kennara trúuðum manni og skólabróður S. Jónssonar kennara i Rvík. Hann bjó rétt í næsta húsi við Dahlerup yfirdómslög- mann, sem við hjónin bjuggum hjá 5 daga vorið 1905 meðan lieimatrúböðs- menn héldu ársfund sinn par i l)æ. Eg hefi við og við á ferðalögum matast með 200 til 400 manns í sama matsal eða sama tjaldi, en hitt var mér nýlunda er eg sá nálægt 800 manns sitjast að borð- um í sama matsal á »Nýborgarströnd«. Rað lá við að kæmi á mig óyndi er eg leit allan pann mannfiölda og hugsaði um hvað sárfáa eg pekti i peim hóp. En pá vildi svo einkennilega til að fyrsta kvöldið settust hjá mér kaupmannshjón frá Askov, óvenjulega miklir íslandsvinir og góðkunn mörgum á Fróni; pað voru pau Jörgensen kaupmaður og Margét Löbner-Jörgensen kona hans, sem pýtt hefir ýmsar islenzkar skáldsögur og á íleiri myndir frá íslandi smáar og stórar en liklega nokkur önnur dönsk kona. Hún var ófáanleg til að tala islenzku, en skildi hana vel og kvað hana vera eins og »músik« í eyrum sér. — Hún hafði lesið söguna A heimleið, og snýr lienni ef til vill á dönsku, ef aðrir verða ekki búnir að pvi áður en hún getur sint pvi. Henry Ussing prófastur var formaður fundarins, og hélt hann bibliufyrirlestur um fyrsla Jóhannesar bréfið klukkustund á hverjum morgni. Svo voru fundarhöld frá lll/i—12“/* og 4l/4-6‘/4, aðallega fyrir- lestrar. En frá 9*/a—10 á kvöldin voru bænasamkomur. Umræðuefni og aðalræðumenn voru: endurfœðingin (sira Skovgaard-Petersen), endurkoma Drollins (Sívertsen skrifslofu- stjóri og Ussing prófastur), samfélag heil- ugra (Olesen stiftprófastur í Ripum og síra H. I. F. C. Matthicsen áður rilstjóri Kristilegs dagblaðs), vhraðið Droltins degiv (J. Moltke greiíi og Jóh. Ándersen kristni- boði), »fiillkomniin heilagnm (Sivertsen skrifstofustjóriogsíraSkovgaard-Petersen). Margar af pessum ræðum voru mjög vei fluttar og einkum pótti mönnum mik- ið koma til pess, sem sira Skovgaard- Petersen sagði. Bænasamkomurnar voru mér vonbrigði, pær hafa að minni hyggju verið allra bestu stundirnar á sumum slikum fundum, en pá hefir ekki verið búið að ákveða fyrirfram liverir skyldu hiðja upphátt eins og parna var gjört. Mér var sagt að forstöðumennirnir hefðu hagað pví svo af ótta við »tungutalara« eða »hvitasunnuhreyfingar-fólkið« sem komið var frá Khöfn. Eg held lítil ástæða haíi verið til pess ótta. Mér er raunar ekki fullkunnugt um pá hreyfingu, en pað veit eg, að mér fanst eg hafa meiri and- leg nol af einföldum vitnishurði og pó einkum söng frú Önnu Larsen-Björner, fyrrutn leikkonu, en ýmsum lærðari ræðum. Nafn frúarinnar »stóð raun- ar ekki á dagskránni«, en hún talaði samt og söng um Jesúm hæði úti við fundar- staðinn og á aðaltorginu í Nýborg, — par tóku og 2 prestar til máls. Eitt fundar- kvöldið flutti Skovgaard-Peterser ræðu í kirkjunni i Nýborg. Hún var troðfull, enda pótt fátt kæmi par at' fundarmönn- um. Pegar fundarhöldum pessum lauk, fór eg með fyrnefndum kaupmannshjónum til Askov; alls vorum vér um 200 fundar- menn satnferða til Jótlands, og var hald- in nokkurskonar skilnaðarsamkoma á ferjunni yfir Litla-Belti. Voru par sungn- ir margir sálmar og Olesen stiftprófastur minti oss á kveðju Viktoríu Englands- drotningar jil kristilegs fundar sem hann hann hafði verið á í Englandi, en kveðj- an var pessi: »Eg vildi mér auðnaðist að lifa endurkomudag Drottins Jesú Iírisls, mér væri pað unun að leggja Englands- kórónu við fætur lians«. Patt kveðjuorð voru vel fallin til að rifja upp fyrir oss 2 aðalspurningar fundarins til oss allra fundarmanna: »Viljum vér með glöðu geði gefa Jesú dýrmætustu fjársjóðu vora?« — og: »práum vér endurkomu Drottins?« (Frumliald). Útgefandi: Hlulafélag í Reykjavik. Ritstjóri: Bjarni Jónssou kennari, Grettisgötu 12, Rcykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavegi 63. Afgreiðslan opin kl. 9—10 f. h. og 2—3 e. li. Prentsmiðjan Guteuberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.