Bjarmi - 15.10.1914, Blaðsíða 7
B J A R M I
1(57
(Frli. frn hls. 104).
sonur síra Vilhelms Bechs og önnur hönd
Zeuthens prófasts við flest framkvæmdar-
störf heimatrúboðsins. Hann trúði mér
fyrir að annast alveg guðsþjónustur í báð-
um kirkjum sfnum sunnudaginn, sem eg
var þar, sjálfúr þurfti hann að messa hjá
prestlausum nágrannasöfnuðum. — Það er
í eina skiftið, sem eg hefi prédikað í dönsk-
um kirkjum, þar sem enginn prestur hefir
verið við, en árið irjog prédikaði eg í Jó-
hannesarkirkjunni í Björgvin í fjarveru
prestsins, en samkvæmt meðmælum Han-
steens stiftprófasts, og fyrir tilhlutun eins
af læknum borgarinnar (dr. Fretheims).
Síra Filip Bech er giftur ágætri konu
norskri, dóttur Vaage, sem var háskóla-
kennari í efnafræði í Kristjaníu. Hann var
hinn mesti áhugamaður um trúmál, er tal-
inn frumkvöðull að stofnun K. F. (J. M. í
Norvegi. Þeir hafa sagt mér Norðmenn,
að »sérfræði« hans hefði verið »uppbyggi-
leg efnafræði«, því að honum hafi tekist
svo vel að taka dæmi úr efnafræðinni, þeg-
ar hann var að prédika.
Frá prestshjónunum í Ryde fór eg um
Víborg og Arósa til Hafnar, talaði þar í
safnaðar'húsi Postulakirkjunnar hjá Ijúfmenn-
inu sfra Friis-Berg, og fór morguninn eftir
til Gautaborgar í Svfþjóð. Það var um 5
stunda járnbrautarferð þangað, svo að eg
hafði hálfan dag til að litast þar um; hefði
ekki veitt af lengri tíma ti! að kynnast í
stórri borg, en nokkuð bætti úr bæði að eg
hafði komið þar fyr, — raiaði t. d. til K.
F. U. M., sem á þar stórhýsi, og hitt, að
eigandi »missiónarhótelsins«, þar sem eg
gisti, var ritstjóri kristilegs blaðs og bæði
fær um og fús til að fræða mig um alt, sem
eg spurði um. Hann sýndi mér stærsta
missiónarhús borgarinnar, er það viðhafnar-
mikið sem fögur kirkja, og ræðustóllinn svo
vel útbúinn að símaáhöldum, að um 50
símanotendur í borginni geta heyrt ræðuna
heim til sín með þvf einu að leggja síma-
áhald sitt við eyrað. Þykir það stórmikill
kostur, þegar einhver er t. d. svo lasinn að
hann getur ekki farið á samkomu, en vill
þó heyra ræðuna, sem verið er að flytja.
Um kvöldið var eg á stúkufundi, var hann
fámennur, eins og víðar um mitt sumar, en
fundarmenn gátu þess, að Wavrensky há-
templar, yfirmaður Reglunnar, hefði fyrst
gengið í þá stúku og verið í henni, unz hann
fluttist til Stokkhólms. Eg flutti þar, eins og
á öðrum stúkufundum, erindi um ísland.
Mér þótti fremur ódýrt flest í Gautaborg,
sem eg þurfti að kaupa, nema hjá rakaran-
um, sem eg varð að greiða 1 kr. 75 aura
fyrir að laga hár mitt og skegg; bifreið um
miðja nótt til járnbrautarstöðvarinnar kost-
aði lítið meira.
Um eða skömmu eftir óttu fór eg frá
Gautaborg með lestinni og kom um hádegi
til Kristianiu. Var þá kominn 2. júlf, og
átti þjóðarþing aðalheimatrúboðsfélags Norð-
manna að byrja um daginn. Hefir það
aðalfundi sfna ekki nema þriðja hvert ár,
og ber þá þeira mun meira á þeim, og
kapp lagt á að senda þangað færustu menn-
ina, sem völ er á í öllum deildum félags-
ins um endilangan Noreg.
Síra Vislöff, framkvæmdarstjóri félagsins,
er góðkunningi minn, síðan við hittumst á
K. F. U. M.s-fundum í Björgvin 1901, bauð
hann mér til þessa fundar og bauð mér
ókeypis gistingu í einu húsi díakónissu-
stofnunarinnar í útjaðri Kristianíu, »systra-
heimilinu«, þar sem gamlar og heilsulitlar
dfakónissur njóta hvfldar síðustu ár sín.
Gat eg ekki kosið mér hentugri dvalarstað,
er eg kom hálf-þreyttur og svefnlítill, og
átti fyrir hendi að sitja 3 daga við langar
umræður í afarmiklum hitum, því að stór-
borgarhávaðinn nær ekki út til Lovisen-
berg, — svo er díakónissustofnunin nefnd,
— heldur eru þar broshýrir skemtigarðar,
fögur útsjón út úr bænurn, — og þó örstutt
til næsta sporvagns, sem flytur mann á 15
til 20 mínútum til miðstöðvar borgarinnar.
(Frh)
60 sinnum árangurslaust.
Eitt sinn var jirestur nokkur að því kom-
inn, að örvænta um allan árangur af lífs-
starfi sínu, en við það að horfa á maur,
fekk hann nýjan hugmóð og nýja krafta.
Hann gekk út í skóg hnugginn og áhyggju-
fullur og settist þar við þúfu eina. Hann
kom þá auga á maur, sem stritaðist með
byrði, sem var miklu stærri en sjálfur hann.
Smátt og smátt rogaðist hann þó áfram
leið sína, unz ofurlftill steinn varð á vegi
hans. Hann fór að klifra upp á steininn,
en datt niður aftur, klifraði upp aftur og
datt niður, klifraði enn aftur og datt niður.
Þannig reyndi hann 60 sinnum og datt
jafnan niður aftur.