Bjarmi - 07.01.1915, Blaðsíða 18
16
11 J A R M I
einkar vel í sveit komið, skamt frá Ran-
ders, siglingin þangað frá Randers eftir
Gudená og Randersfirði er óviðjafnanlega
fögur. Síra Haukur er vel látinn klerkur
og hinn gestrisnasti heim að sækja.
Þann 16. júlí að morgni héldum við Páll
Guðmundsson stúdent frá Höfn yfir til Sví-
þjóðar, og vörðum deginum til að skoða
„baltisku" sýninguna í Málmey og dóm-
kirkjuna í Lundi. — Verð eg rúmsins vegna
að sleppa öllu umtali um það sem fyrir
augun bar, en get þess eins að sýningin
var mjög aðlaðandi, ekki sízt rússneska og
svenska deildin, og að dómkirkjan er harla
svipmikil og vel notuð á vefrum, þá eru þar
oft fluttar 4 guðsþjónustur sama daginn,
barnaguðsþjónusta, stúdentaguðsþjóunusta
og hinar fyrir almenning.
Snemma næsta morgun héldum við frá
Lundi með eimlest, sem kom með um 50
danska stúdenta, er allir urðu samferða til
stúdentafundarins i Vadstena.
Bar margt á góma um daginn og einkum
þótti oss fróðlegt að heyra frásögur svensks
ferðaprests frá Lapplandi; segi eg þær ef
til vill síðar.
Um miðaftan komum vér til Vadstena,
sem er lítill bær (um 5000 íbúa) austan við
Váttern. En bærinn er frægur ( sögu Svía
vegna hallarinnar („Vadstena Slot", er
Gústav Vasa bygði 1545) og Birgittu klaust-
ursins frá 14. öld. Nú er þar geðveikra-
hæli með 800 sjúklingum og um 150 gæ/.lu-
fólki og verkafólki hælisins.
'J'il stúdentafundarins komu um 160
manns, flest Svíar, Danir og Norðmenn,
og ennfremur rúmir 20 Finnar, 2 Hollend-
ingar og við Páll frá íslandi.
Fundarhöldin hófust þegar að kvöldi
þess 17. júlí og var lokið 22. júli að kvöldi.
Fundarstaður var i stórvöxnum mentaskóla
en matast var í rúmgóðu tjaldi. Morgun-
bænir fóru fram við morgunverð, þá tóku
við biblíulestrar í ýmsum flokkum, og var
sá fjölmennastur, sem dr. Karl Friis frá
Stokkhólm, formaður félagsskaparins, stýrði.
Þá voru umræður um ýms áhugamál krist-
inna stúdenta og loks fyrírlestrar síðdegis.
A. Hjelt, próíessor frá Helsingfors talaði
um bœnalífid; — Fleische norskur prestur,
áður kristniboði í Kína, um krislnibod; —
Admundsen, prófessor frá Khöfn, um biblíu-
lestra; — Billing, prófessor frá Uppsölum
um evangeliskan kristindóm. Ennfremur
fluttu þeir síra Skovgaard-Petersen og
prófessor Kolmodin o. fl. ræður. — Fund-
armenn voru allir til altaris síðasta daginn.—
Fundurin var sérlega fróðlegur til að
kynnast sknðunum merkra guðfræðinga, en
ekki uppbggilegar að sama skapi, einkum
vegna þess hvað mikið bar á biblíukrítík
hjá sumum ræðumönnnm einkum Svíunum.
Mér þótti hlýlegust og bezt ræða, er dönsk
prestkona, frú Kristen Swelmoe-Thomsen,
flutti, hún talaði um biblíusamlestra. —
Sömuleiðis verða mér ógleymanleg kvöldin
þegar Finnar sungu sálma sína á skóla-
blettinum og bæjarbúar þyrptust saman til
að hlusta á.
Frá Vadstena fór eg rakleitt til Krisfaníu
til hástúkufundar I. O. G. T. Hafa bæði
eg og aðrir sagt frá honum í blöðum og
má því sleppa honum hér.
Eftir þann fund fórum vér Islendingar
frá Kristianíu til Björgvinar, ógleymanlegan
veg um fagra dali og risavaxin fjöll. Var
ófriðurinn þá nýbyrjaður og þóttumst vér lán-
samir að komast heilir á húfi heim til íslands
með PoIIux, brott frá tundurduflum og öll-
um orustugný. — Veðrið var hið ákjósan-
legasta í allri ferðinni, rigning örfáa daga,
annars sífelt sólskin. Og þegar eg minnist
hennar nú, finst mér sól hafa skinið í heiði
alla leið, þangað til ófriðarblikan kom á loft.
SAMEIlVIlVGfllV, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. í Vesturheimi. Rit-
stjóri: síra Jón Bjarnason í Winnipeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um-
boðsm. á íslandi S. Á. Gíslason, kand. theol. Box 62 Rvík. Sími 236. Þeir, sem skulda
fyrir blaðið, eru beðnir að borga það sem fyrst.
NÝTT KIBKJUBLAÐ. Iíálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi-
lega menning, 18 arkir á ári, vcrð 2 kr., í Vesturheimi 75 cents. Útgefandi Þór-
hallur Bjarnarson byskup.
Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavik.
Rilstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavík.
Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavcgi 19.
Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. til kl. 8. síðd.
Prenlsmiðjnn Gutenberg,